Skírnir - 01.04.2005, Page 136
134
ÁRMANN JAKOBSSON
SKÍRNIR
Jafnan var hann í þeiri ferð á rœðu við sjálfan jarlinn, ok fekk hann svá
dulizk fyrir honum, at eigi vissi jarl, hvat Sverri bjó í skapi eða hverr hann
var. Hann var optliga með hirðmpnnum eða gðrum konungsmpnnum ok
var svá glaðr við þá, at þeim þótti hverrar stundar gaman ok skemmtan af
hans tali. Ok af sinni rœðu ok vitrleik gróf hann svá undir þeim, at hann
varð margra hluta þeira víss af þeim, er þeir vildu eigi hafa í ljós látit ef
þeir vissi hverr þar hefði verit eða við hvern þeir hpfðu roett (6. kap.).
En getur verið að dulargervið sé tvöfalt? Sverrir er dulbúinn sem
konungsson en fer svo í annað gervi utanyfir og þykist ekki vera
konungsson. Ef Sverrir konungur er í gervi yfir gervi þarf ekki að
undra að saga hans sé gegnumírónísk og mesta írónían kannski sú að
Sverrir sé ef til vill enginn annar en Þorgils þúfuskítur undir gervinu.
Sverrir segist vera þrír menn í ræðu sinni eftir fall Erlings jarls
(38. kap.). Svína-Pétur segir einnig í ræðu sinni í Björgvin að nú sé
gamli Sverrir horfinn og sá nýi tekinn við (96. kap.). Þannig kem-
ur allskýrt fram í sögunni að Sverrir er tvöfaldur í roðinu. Hann
er sá sem við á hverju sinni. Konungurinn Sverrir er ekki sá sami
og barðist gegn Magnúsi Erlingssyni og sá ekki hinn sami og ungi
Færeyingurinn sem vildi ekki verða prestur. Jafn margföld er saga
Sverris konungs. Hún er ævintýrasaga um lítinn og lágan útskerja-
mann sem hreppti konungsríkið, saga um Davíð konung sem var
valinn af guði að steypa ofdrambi Sáls konungs, saga um fjöl-
skyldu sem var hrakin og drepin niður en náði fram hefndum.
Söguhlýðendur geta tekið við öllum sögunum eða einni, rétt eins
og Sverrir getur stöðugt haldið áfram að búa til nýjan Sverri.
Allt frá dögum kirkjufeðranna vissu vígðir menn að túlka
mátti Biblíuna í fernum skilningi, yfirborðslega, allegórískt, sið-
ferðislega og guðlega. Ágústínus hafði beitt svipaðri túlkunarað-
ferð sem hinn virðulegi Beda munkur fágaði og ekki er ósennilegt
að slík þekking hafi borist til færeyskra prestsefna.47 Ekki verður
þó séð að sagnaritarar eins og Karl ábóti hafi fylgt slíku formi og
ef til vill er frjórra að líta á hinn fjórfalda merkingarskilning sem
47 Caplan, „The Four Senses of Scriptural Interpretation". Árni Sigurjónsson hef-
ur fjallað um þetta á íslensku (Bókmenntakenningar fyrri alda, 124—27 og
152-53).