Skírnir - 01.04.2005, Page 144
142 KATRÍN JAKOBSDÓTTIR SKÍRNIR
hátt.3 Hluti af sjálfsmynd hvers og eins er hugmynd um eigið
þjóðerni.
Breski menningarfræðingurinn Stuart Hall hefur velt nánar
fyrir sér hvort þörf sé á hugtökum um sjálfsmynd og sjálf.4 Hall
telur að sjálfsmynd hafi orðið mun brotakenndari á 20. öld en
áður og nefnir hann nokkra áhrifaþætti. Þeirra á meðal eru hnatt-
væðing, „nútímaleiki" (e. modernity) og miklir þjóðflutningar.
Sjálfsmynd okkar allra byggist á ákveðnum þáttum eins og þjóð-
erni, kynferði og ýmsu öðru. Sjálfsmyndarhugtakið breytir hins
vegar stöðugt um innihald og merkingu með nýjum tímum og
breytingum á samfélaginu og fræðilegri umræðu. Sjálfsmyndar-
hugtakið er því illskilgreinanlegt en þó telur Hall vart hægt að
komast af án þess í fræðilegri umræðu.5
Þó að halda mætti að sagan mótaði sjálfsmyndina einna mest,
þ.e. að sjálfsmyndin byggist á því sem við vorum og hvaðan við
komum, telur Hall að hún byggist fremur á væntingum og draum-
um, því sem við gætum orðið og á hvaða hátt það hafi áhrif á
hvernig við kynnum okkur fyrir utanaðkomandi. Hall telur með
öðrum orðum að sjálfsmyndin verði til í ímynd okkar út á við (e.
representation). Sjálfsmynd byggist fremur á því að sættast við
uppruna sinn en að snúa aftur til hans og verði til í orðræðunni en
ekki utan hennar.6
Nútímaleiki er mikilvægur þáttur í þessu samhengi og skiptir
máli fyrir umræðuna hér á eftir þar sem hann tengist beinlínis
bæði glæpasögum og þjóðerni. Kjarni glæpasögunnar er líklega
ævaforn og jafnvel hægt að rekja rætur hans til fornaldar en
glæpasögur sem bókmenntagrein urðu ekki til fyrr en á 19. öld í
tengslum við nútíma- og þéttbýlisvæðingu samfélagsins.7 Á sama
tíma öðlast þjóðarhugtakið nútímamerkingu, þ.e. þjóð sem ríki,
3 Sama rit, 41-49.
4 Stuart Hall: „Introduction: Who Needs Identity?“, 2. Questions of Cultural
Identity. Ritstjórar: Stuart Hall og Paul du Gay. Lundúnum, Thousand Oaks og
New Delhi 1996, 1-17.
5 Sama rit, 1-2.
6 Sama rit, 4.
7 Sbr. R. Gordon Kelly: Mystery Fiction and Modern Life. Jackson 1998, 1-5.