Skírnir - 01.04.2005, Page 146
144
KATRÍN JAKOBSDÓTTIR
SKÍRNIR
gömlu. Nútímaleg hugsun byggi ekki sjálfsmyndina á muninum
heldur grundvalli muninn á sjálfsmyndinni.8
Grossberg telur rétt að gera greinarmun annars vegar á skilgrein-
ingu hlutanna út frá mun, sem sé sprottinn úr strúktúralískum
þankagangi og geri ráð fyrir að ekkert verði skilgreint án þess að það
sé borið upp að öðru og munurinn fundinn, og hins vegar aðgrein-
ingu frá „hinu“ (e. the Other) sem hið pólitíska vald hafi búið til og
sé fléttað inn í nútímalegar valdastofnanir og nýtt sem valdatæki.9
Glæpasögur spretta úr nútímasamfélagi og til að skilja samfé-
lagsmynd þeirra er mikilvægt að kanna hvað þjóðerni, búseta og
kyn leggi til sjálfsmyndar Islendinga. Hér verður þó einkum hug-
að að þjóðerni og tengslum þess við samfélagsmyndina sem hefur
verið í öndvegi í nokkrum glæpasögum Arnaldar Indriðasonar,
vinsælasta rithöfundar íslensku þjóðarinnar um þessar mundir.
Samfélagsmynd í sögum Arnaldar Indriðasonar
Því hefur verið haldið fram að póstmódernískar glæpasögur birti
aðra lífssýn en eldri glæpasögur þar sem óvissan sé lykilatriði. I
þessum sögum megi oft sjá mikinn efa um tiltekin lífsgildi og lífs-
sýn - ekki sé víst hvað er rétt og hvað rangt; ekkert sé öruggt og
engin gildi standi traustum fótum. I óvissunni felist oft gagnrýnin
umræða um samfélagið sem sé breyting frá fyrri sögum.10 Banda-
ríski bókmenntafræðingurinn Stephen Knight telur breytinguna
til að mynda koma í ljós ef skoðaðar eru glæpasögur viktoríutím-
ans þar sem greina megi ótvíræða tilhneigingu til að viðhalda reglu
í samfélaginu. I þeim sé reglum samfélagsins um t.d. kynferði,
kynþátt eða stétt ógnað á ýmsan hátt en slíkum ógnum sé ávallt
svarað með rökum fyrir ríkjandi siðum.* 11
8 Lawrence Grossberg: „Identity and Cultural Studies: Is That All There Is?“,
93. Questions of Cultural Identity. Ritstjórar: Stuart Hall og Paul du Gay.
Lundúnum, Thousand Oaks og New Delhi 1996, 87-107.
9 Sama rit, 93-94.
10 Stephen Knight: Crime Fiction 1800-2000. Detection, Death and Diversity.
Hampshire og New York 2004, 208.
11 Sama rit, 47.