Skírnir - 01.04.2005, Side 147
SKÍRNIR
MERKINGARLAUSIR ÍSLENDINGAR
145
Margir hafa gagnrýnt glæpasögur út frá þessum forsendum.
Spæjarinn er þá túlkaður sem íhaldssöm eining innan kerfisins sem
streitist við að koma reglu á hlutina og viðhaldi þar með ríkjandi
ástandi. Spæjarinn endurskapi ekki samfélagsgerðina og breyti
ekki valdahlutföllum í samfélaginu. Hann stoppi í göt og berji í
brestina en geti ekki bætt grundvöll samfélagsins.12
Vel má vera að þetta eigi við um ýmsar glæpasögur en í mörg-
um sögum má þó finna skýra tilhneigingu til að afhjúpa mein-
semdir samfélagsins og reyndar hefur verið bent á að glæpasögur
séu einmitt forms síns vegna hentug aðferð til að afhjúpa og rann-
saka samfélagsleg gildi.13 Þetta hefur þótt sérstakt einkenni á nor-
rænum glæpasögum en því hefur verið haldið fram að söguhetjur
þeirra séu sveittar, feitar og fráskildar löggur sem reyki of mikið,
drekki of mikið áfengi og of marga kaffibolla. Þær eru ekki ham-
ingjusamar og störf þeirra veita þeim stöðuga innsýn í undirheima
norrænna velferðarsamfélaga sem leiðir í ljós að undir sléttu og
felldu yfirborði er ekki allt eins og best verður á kosið. Þessar hetj-
ur sofa ekki á nóttunni út af áhyggjum og eru að mati sumra sam-
viska heimsins - en því hefur verið haldið fram að einmitt þetta
einkenni þeirra heilli lesendur hvaðanæva úr heiminum.14 Nor-
rænar glæpasögur geti þannig talist ein af fáum bókmenntagrein-
um sem haldi merki raunsæis á lofti og taki vandamál samfélags-
ins til umræðu og skoðunar.15
Fyrsta bók Arnaldar Indriðasonar, Synir duftsins (1997), hefst
á afar sterkri samfélagsmynd. Strax í fyrstu línunum dregur Arn-
aldur upp dökka mynd af heilbrigðiskerfinu. Pálmi, sem er ein að-
alpersóna sögunnar, þreytulegur fornbóksali, er á leið í heimsókn
til bróður síns, Daníels, sem er vistaður á geðsjúkrahúsi:
12 Gill Plain: Twentieth-Century Crime Fiction. Gender, Sexuality and the Body.
Edinborg 2001, 88.
13 Tim Libretti: „Lucha Corpi and the Politics of Detective Fiction", 68.
Multicultural Detective Fiction. Murder from the “Other” Side. Ritstjóri:
Adrienne Johnson Gooselin. New York og Lundúnum 1999, 61-81.
14 Bo Tao Michaélis: „Den nordiske krimi - mere bekymret end underholdende?
Under vejr med den skandinaviske kriminallitteratur", 12-13. Nordisk litterat-
urlWl, 12-17.
15 Samarit, 17.