Skírnir - 01.04.2005, Síða 153
SKÍRNIR
MERKINGARLAUSIR ÍSLENDINGAR
151
ar bókmenntir inn í íslenskt bókmenntakerfi þar sem þær hafa
ekki verið teknar mjög hátíðlega; glæpasögur um „ömurlegt, ís-
lenskt morð“. En með því að orða þessa hugsun hæðist Arnaldur
að því að morð - sem eru eins alls staðar - geti verið sérstaklega
ömurleg af því að þau eru íslensk. Eins kallast stimpillinn „ís-
lenskt" á við orð Erlendar í Daubarósum, „Morð er ekki íslensk-
ur glæpur."27
Þetta er sérlega kaldhæðnislegt í ljósi þess að í upphafi Dauba-
rósa (1998) er sagt frá því þegar lík ungrar vændiskonu finnst á
leiði Jóns Sigurðssonar, „sjálfstæðishetju“ og „frelsishetju Islend-
inga“,28 og virðist morðið því sérlega íslenskt að þessu sinni. Þetta
gerist skömmu eftir þjóðhátíðardag Islendinga, 17. júní, og enn
liggja sölnuð blóm á leiðinu frá þjóðhátíðardeginum. Erlendur
varpar strax fram þeirri tilgátu að einhver ástæða sé fyrir því að
líkið finnst á leiði sjálfstæðishetjunnar sem iðulega er í bókinni
kallaður: „Sóminn, sverðið og allt það“, eða einfaldlega „Sóminn“
- með írónískri skírskotun til hins hátíðlega orðalags „Óskabarn
Islands, sómi þess, sverð og skjöldur" sem var letrað á silfursveig
sem Islendingar í Kaupmannahöfn settu á kistu Jóns.29 Jón verð-
ur því nokkurs konar leiðarstjarna rannsakendanna þó að Sigurð-
ur Óli, félagi Erlendar, láti í ljósi efasemdir um að lausnin liggi hjá
Jóni þó að líkið liggi þar.
Jón Sigurðsson er holdgervingur íslensks þjóðernis og tilgáta
Erlendar um að morðið tengist því hlutverki hans ber með sér að
hann trúir því að íslenskt þjóðerni skipti máli og Jón Sigurðsson
hafi merkingu í hugum Islendinga. I sögulok, þegar rannsak-
endurnir hafa fundið morðingja ungu vændiskonunnar, spyr Er-
lendur af hverju líkið hafi verið látið á leiði Jóns. Sjálfur er Erlend-
ur með tilgátu um að það hafi verið táknræn ábending um orsakir
fólksflóttans frá Vestfjörðum en Jón Sigurðsson var þaðan. Morð-
inginn starir á Erlend og spyr: „Jón Sigurðsson?" Þegar Erlendur
27 Arnaldur Indriðason: Dauðarósir. Reykjavík 1998, 62. [2. útgáfa 2002.]
28 Sama rit, 26.
29 Einar Laxness: Jón Sigurðsson forseti. Yfirlit um xvi og starf í máli og myndum.
Reykjavík 1979, 178.