Skírnir - 01.04.2005, Page 157
SKÍRNIR
MERKINGARLAUSIR ÍSLENDINGAR
155
þjóðlegum fróðleik, ást á sögu landsins og horfnum leiðtogum lífsins,
Jóni og Hannesi Hafstein, hvað hann var nú glæsilegur, eins og kerling-
arnar segja, og guð má vita hvað, og þú hangir á þessu, sífellt að leita til
fortíðar, til þess sem var og kemur aldrei aftur og getur aldrei orðið betra.
[•■•]
- Heyrðu, hvaða, hvern and...? stundi Erlendur loks. Hann hafði ekki
setið undir öðrum eins lestri frá Sigurði Óla fyrr eða nokkrum öðrum ef
út í það var farið. Hvað kemur þér við mitt einkalíf? Þú skalt ekki halda
að þú getir krukkað í mér með þinni vasabókarsálfræði frá Bandaríkjun-
um eða nýaldarbulli. Hvaða leyfi hefur þú...?
- Ég hélt þú vildir heyra af hverju ég nennti ekki að míga utan í Jón.42
Persóna Sigurðar Óla kallast á við Goodmann Johnson í glæpa-
sögunni Húsið við Norðurí (1926) eftir Guðbrand Jónsson. Sá
kom til Islands 75 árum fyrr og velti fyrir sér að setjast hér að og
moka flórinn á amerískan hátt. Goodmann var nútímamaður sem
hafnaði gömlum gildum sveitasamfélagsins og hóf nýtt líf í nú-
tímalegri borg - New York þar sem hann gerðist einkaspæjari.
Eins og Goodmann er Sigurður Óli hvað eftir annað gerður hlægi-
legur. Þó að hann sé nútímalegur, tæknivæddur og ljósabrúnn
virðist hann ekki vera betri lögreglumaður eða einstaklingur en
Erlendur - fremur má segja að hann sé þröngsýnn og illa að sér í
mannlegum samskiptum. Hins vegar snýr höfundur á lesendur og
Erlend með því að láta Sigurð Óla hafa rétt fyrir sér þrátt fyrir allt
þetta. Þetta klýfur hugmyndafræðilega afstöðu sögunnar þar sem
sögusamúðin liggur hjá Erlendi sem stendur fyrir gömul gildi en
málið er leyst án tengsla við gömul gildi eða íslandssöguna. Hinn
menningarsnauði Sigurður Óli býr því yfir ákveðinni skynsemi
sem ekki skal vanmeta.
Afstaðan er lýsandi fyrir sjálfsmynd þjóðar sem er sundruð
milli þess gamla og nýja. Orðræða sögunnar snýst um að draga
þessar andstæður fram en sætta þær um leið. Auðvitað kemur það
ekki á óvart að þjóðernishugtakið sé breytt nú á dögum og vægi
þess hafi minnkað nú þegar þjóðin á ekki í sjálfstæðisbaráttu við
nýlenduherra eins og á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar. Hins vegar
42 Arnaldur Indriðason: Dauðarósir, 85-86.