Skírnir - 01.04.2005, Page 160
158
KATRÍN JAKOBSDÓTTIR
SKÍRNIR
Erlendu hótelgestirnir voru glaðværir og hávaðasamir og var ekki annað
að sjá en þeir væru ánægðir með allt sem þeir höfðu séð og upplifað, rjóð-
ir í kinnum í íslensku lopapeysunum sínum.47
Það eru til tvö Islönd og þau eru myndgerð með hótelinu í Rödd-
inni. Á yfirborðinu er allt ríkmannlegt og glæsilegt, jólahlaðborð
með kræsingum, glæsileg anddyri og amerísk jólatónlist. Á bak
við eru starfsmannavistarverur, litlausar og ömurlegar og launa-
fólk með bág kjör sem sér um að þrífa, vændiskonur sem starfa á
hótelinu og fólk sem hefur eymd annarra að féþúfu. Þessi mynd af
íslandi sést í hnotskurn þar sem Erlendur stendur og skoðar
minjagripina í ferðamannabúðinni:
Á meðan Erlendur beið skoðaði hann varninginn í túristabúðunum sem
seldur var á uppsprengdu verði; diska með Gullfossi og Geysi máluðum
í botninn, útskorin Þórslíkneski, lyklakippur með tófuhárum, veggspjöld
með hvalategundum við strendur landsins, selskinnsjakka sem kostuðu
mánaðarlaun hans. Hann íhugaði að kaupa sér eitthvað til minningar um
þetta undarlega Ferðamanna-Island sem hvergi var til nema í hugum ríkra
útlendinga en fann ekkert nógu ódýrt.48
Kannski er ekkert Island til nema þetta Ferðamanna-ísland, frum-
byggjamenning á uppsprengdu verði fjarri veruleikanum sem er
hversdagslegur og grár, þar sem fólk er komið langt frá upprunan-
um, notar aldrei selskinn eða tófuhár og enginn veit neitt um
sjálfstæðisbaráttuna og þjóðhetjuna Jón Sigurðsson. Þetta Ferða-
manna-ísland er svo fjarri veruleikanum að Erlendur íhugar að
kaupa sér eittthvað til minningar en það er lýsandi fyrir grámyglu
hversdagslífs hans að hann finnur ekkert nógu ódýrt. Þannig er
íslenskt þjóðerni orðið merkingarlaus stimpill sem enginn skilur
lengur; innantómt tákn, lauslega tengt við stað þar sem framin eru
ömurleg og subbuleg morð.
I sögum Arnaldar er íslenskt þjóðerni grátt; merkingarlaust en
um leið tregafullt, rétt eins og að einhvers staðar búi vitund um
forna og góða tíma þar sem ríkti öryggi og stöðugleiki. En þeir
47 Arnaldur Indriðason: Röddin. Reykjavík 2002, 192.
48 Sama rit, 197.