Skírnir - 01.04.2005, Page 165
SKÍRNIR
SVOR VIÐ ANDMÆLUM
163
um um ólíkt eðli kynjanna og á íslandi varð hún samofin íhalds-
samri þjóðernisstefnu. Ennfremur er því haldið fram að „pólitísk
kvenréttindastefna" þar sem „hefðbundnum hugmyndum um
mismun kynjanna var hafnað" hafi að einhverju leyti verið í um-
ræðunni fyrir 1911. Síðari hluti ritgerðarinnar hverfist að tals-
verðu leyti um þessa kenningu.
I upphafi andmælanna segir einnig að aðaláhersla verksins sé
„á orðræðuna - hugmyndir sem settar eru fram í ræðu og riti“ sem
er að sjálfsögðu rétt. Því næst segir: „Hér er ekki um póststrúkt-
úralíska aðferðafræðilega nálgun að ræða, þótt áhrif mótun-
arhyggju séu ráðandi, heldur fremur hefðbundna hugmyndasögu-
lega greiningu" (439-440). Seinna er því engu að síður haldið fram
að greining mín „á orðræðunni um eðli kvenna ... [sé] rækileg og
sannfærandi" (456; sjá einnig 453). Það er mikilvægt að benda á að
ritið byggir tæplega á hefðbundinni hugmyndasögulegri grein-
ingu, þótt ég beiti slíkri greiningu einnig víða þegar það á við. En
eitt af því sem greinir orðræðugreiningu sérstaklega frá hug-
myndasögulegri greiningu eru tengsl þess sem sagt er, „hugmynd-
arinnar“, við þann sem mælir. Skoðað er samhengi hugmynda og
„yrðinga" án sérstaks tillits til almenns bakgrunns og stöðu þess
sem setur þær fram.4 Þessi aðferð er ákveðin grundvallaraðferð í
ritgerð minni við hlið hinnar hugmyndasögulegu aðferðar. Á
grundvelli hennar greini ég hugmyndatengsl milli ólíkra hópa
fólks sem tæpast mundu vera flokkaðir saman samkvæmt hefð-
bundinni hugmyndasögulegri nálgun. Þegar íslensk þjóðernisorð-
ræða er skoðuð út frá þessari aðferð þá kemur ennfremur í ljós, öf-
ugt við þá sögusýn sem birtist í andmælunum og rædd verður hér
4 Vitna má í umfjöllun Jóns Yngva Jóhannssonar bókmenntafræðings um muninn
á hugmyndasögulegri nálgun og orðræðugreiningu: „Athyglin [í orðræðugrein-
ingu] beinist... að yrðingunni sjálfri sem hluta orðræðunnar, ekki þeim mælanda
eða þeirri sjálfsveru sem stendur að baki henni... Markmiðið er ekki að komast
að ætlun höfundar eða einhverjum undirtexta sem hann hefur lagt til grundvall-
ar. Ekki er spurt um tengsl hugmynda eða setninga við höfund sinn, heldur
tengsl við aðra þætti orðræðunnar og það samhengi sem hún bæði gerir ráð fyr-
ir og skapar." Sjá Jón Yngvi Jóhannsson, Á íslenskum búningi. Um dansk-ís-
lenskar bókmenntir og viðtökur þeirra. Óprentuð meistaraprófsritgerð frá Há-
skóla íslands 1998, bls. 174.