Skírnir - 01.04.2005, Page 167
SKÍRNIR SVÖR VIÐ ANDMÆLUM l65
En það var aldrei tilgangur minn að gera rannsókn af slíku tagi, ég
er að gera annars konar rannsókn. Það er fullkomlega viðtekið í
nútímasagnfræði að fást fyrst og fremst við sögu hugmynda, við-
horfa og orðræðu og það er ekki litið á það sem einhvers konar
ágalla heldur sem aðferð eða undirgrein sagnfræðinnar. Um leið er
ég í ritgerð minni að sýna fram á nýja rannsóknarleið. Hún er við-
urkennd alþjóðleg rannsóknaraðferð í sagnfræði og þarf ekki að
fela í sér hina hefðbundnu sagnfræðilegu greiningu á stjórnmálum,
efnahagsmálum og félagslegri skiptingu. Aðferð þessi lýsir þjóðfé-
lagslegri þróun og hinum þjóðfélagslega raunveruleika út frá
ákveðnu sjónarhorni. Stjórnmál, efnahagsmál og hugmyndir, við-
horf og orðræða eru allt saman þættir í þjóðfélagsþróuninni og
hinum þjóðfélagslega veruleika fortíðarinnar, enda er tjáning
manna ein af birtingarmyndum hins þjóðfélagslega veruleika. Það
er mikilvægt að eitt útilokar ekki annað í því sambandi.
Það er lykilatriði að hugmyndirnar eða orðræðan séu settar í
samhengi við sögulega þróun. Ég legg mikið upp úr því, enda er
það lykilatriði til að hugmyndirnar varpi ljósi á sögulega fram-
vindu. Ég tel einnig að andmælendur mínir geri fullmikið úr
skortinum á tengslum við stjórnmálalega og félagslega þróun. I
síðari hluta ritgerðarinnar sem fjallar um kvenréttindastefnuna er
m.a. fjallað um umbrot í kvenréttindamálum á árunum 1907-11.
Þar er t.d. fjallað um hvernig kvenréttindamálið mætti lítilli sem
engri fyrirstöðu í samfélaginu árið 1907, t.d. ekki á Alþingi. Einnig
er rætt um tengsl hugmynda og stjórnmálaþróunar á Alþingi
1911-1913 og hvernig húsmæðrastefnunni var framfylgt með
stofnun nefndar Landsfundar kvenna á Akureyri 1926 um hús-
mæðrafræðslu, nefndar Búnaðarfélags um húsmæðrafræðslu og
með stofnun Kvenfélagasambands Islands. Farið er í saumana á
hinum mikilvæga landsfundi kvenna í Reykjavík 1930. Ennfrem-
ur er rætt nokkuð vandlega um helstu málaflokka sem konur unnu
að og töldu sig eiga að vinna að, eins og húsmæðrafræðslu, líknar-
mál, eftirlit með siðferði bæjarbúa í Reykjavík og málhreinsun og
þá er að sjálfsögðu fjallað um tilraunir kvenna til stjórnmálaþátt-
töku og kvennaframboðin til Alþingis. í síðustu hlutum ritgerðar-
innar er þjóðernis- og kyngervisorðræðan þannig tengd mjög