Skírnir - 01.04.2005, Síða 170
168
SIGRÍÐUR MATTHÍASDÓTTIR
SKÍRNIR
sagnfræði við hlið t.d. stjórnmálasögu, félagssögu eða hagsögu,
heldur séu umræddar aðferðir nokkurs konar þriðja stig í þessu
stigveldi og séu undirgreinar stjórnmálasögu, hagsögu og fé-
lagssögu. Þessu er ég einfaldlega ekki sammála, enda er hér eins og
flestir vita um að ræða sérstakar undirgreinar sagnfræðinnar sem
lúta eigin aðferðafræði og hafa eigin nálgun. Eins og rætt verður
hér á eftir má benda á fjölmörg verk og fjölmarga fræðimenn sem
fást einkum við sögu hugmyndanna eða orðræðunnar. Um leið
virðast andmælin endurspegla þá sýn, að til þess að sagnfræðin fái
útskýrt þjóðfélagsþróun í fortíðinni, og þá ekki síst spurningar
sem snerta völd og valdatengsl, þá sé hefðbundin stjórnmálasögu-
leg, félagssöguleg og hagsöguleg greining ævinlega nauðsynleg. Þá
virðist mér einnig ætlað að taka til rannsóknar þætti sem þegar
hafa verið mjög vel rannsakaðir. Islensk stéttastjórnmál hafa t.d.
verið mjög vel rannsökuð, en þjóðernishugmyndafræði 20. aldar,
sem var sannarlega ekki síður mikilvæg, hefur lítið verið sinnt í ís-
lenskri sagnfræði.
I þessu sambandi er það lykilspurning hvort það takmarki
tengsl stjórnmálasögulegra, hagsögulegra og félagssögulegra rann-
sókna við þjóðfélagsþróun ef hugmyndir og orðræða eru ekki
teknar með í reikninginn. Eða með öðrum orðum, er það forsenda
þess að umræddar greinar hafi tengsl við þjóðfélagsþróunina að
þær taki einnig til athugunar hugmyndir, viðhorf og orðræðu? Sé
svo gæti stór hluti íslenskrar sagnfræði verið veginn og léttvægur
fundinn, a.m.k. hvað varðar þjóðfélagslega skírskotun og mögu-
leika til að útskýra þjóðfélagsþróun svo að við verði unað. Og
fæstir fræðimenn mundu væntanlega treysta sér til að fallast á það
mat, þ.m.t. hvorki ég né andmælendur mínir. Með öðrum orðum
krefjumst við þess almennt ekki að til þess að sagnfræðirit, t.a.m.
á sviði stjórnmálasögu eða hagsögu, geti talist sýna og útskýra
þjóðfélagsþróun ákveðinna tímabila með viðunandi hætti þá beiti
þau einnig hugmyndasögulegum aðferðum og orðræðugreiningu.
Andmælin virðast því að mikilvægu leyti snúast um ólík við-
horf til sagnfræðinnar sem fræðigreinar, og jafnvel einnig sögu-
speki eða hver sé grundvöllur fræðigreinarinnar. Þau virðast
byggja á því viðhorfi að með aðferðafræði hefðbundinnar stjórn-