Skírnir - 01.04.2005, Page 174
172
SIGRÍÐUR MATTHÍASDÓTTIR
SKÍRNIR
En þegar talað er um að íhaldssöm þjóðernisstefna hafi ekki náð
inn í það valdakerfi sem var að myndast þá er átt við að það er þver-
stæða íslenskrar þjóðernisorðræðu að kjarni hennar, hugmyndin
um hvert hið sanna þjóðareðli sé, snýst um sjálfsmynd hins mennt-
aða, vestræna, borgaralega karlmanns. Þetta virðist vera sjálfsmynd
hinnar ungu og uppvaxandi borgarastéttar sem var að öðlast yfirráð
í landinu og var aldrei ætlað að samræma líf sitt sérstaklega gildum
fortíðar og sveitalífi. Hér er mikilvægt að fara í saumana á sjálfri
hugmyndafræðinni eða sjálfri orðræðunni og skoða hana. Hvaða
stöðu hafði sveitamenningin og sveitaalþýðan og hvaða hlutverk?
Samkvæmt þjóðernisorðræðunni varð bændamenningin og al-
þýðan eitt helsta tákn íslensks þjóðernis. Sú hugmynd fékk byr
undir báða vængi á þriðja áratug 20. aldar, þegar alþýðunni var í
síauknum mæli stillt upp sem óspilltri andstæðu þeirrar meintu
hnignunar og úrkynjunar sem iðnvæðing og borgarmenning var
talin hafa í för með sér. Um leið má segja að í þjóðernisorðræð-
unni hafi sveitirnar fengið stöðu sem einhvers konar uppeldisstöð
fyrir þjóðleg gildi. Þetta kemur heim og saman við almennar rann-
sóknir sem gerðar hafa verið erlendis á upphafningu evrópskrar
borgarastéttar og menntamanna á sveitamenningunni á 19. öld og
í byrjun þeirrar 20. Ég byggi á þeim og ræði þær vandlega en þær
eru hvergi nefndar í andmælunum.
Einnig er mikilvægt að á sama tíma og því var haldið fram að
hið fullkomna einstaklingsfrelsi, sem var í eðli Islendingsins, hafi
falist í því að lúta ekki öðrum en sjálfum sér, þá var það sérstak-
lega brýnt fyrir alþýðunni að frelsið fælist í að láta einstaklings-
vilja og einstaklingshagsmuni víkja fyrir heildinni. Þessar niður-
stöður eru mikilvægar til að skýra tengslin milli einstaklings-
hyggju gullaldargoðsagnarinnar sem álitin var einkenna eðli þjóð-
arinnar og hugmyndanna um íslenska alþýðumenningu og
bændamenningu. Þótt bændamenningin væri fegruð og hafin á
stall, þá voru henni um leið gefnir aðrir og minna metnir eiginleik-
ar en voru taldir helstu einkenni íslendingseðlisins og hún virðist
hafa haft það hlutverk að styðja við Islendingsímyndina.9 I slíkum
9 Sigríður Matthíasdóttir, Hinn sanni Islendingur, bls. 143-153.