Skírnir - 01.04.2005, Blaðsíða 177
SKÍRNIR
SVOR VIÐ ANDMÆLUM
175
og flókin. Fyrir fjölda samtímamanna á þriðja áratug 20. aldar var
það blákaldur veruleiki sem þeir álitu að væri að gerast fyrir aug-
unum á sér, að nútíminn og borgarmenningin væri að gera út af
við íslenska þjóð. Þess vegna skyldi þjóðin hverfa aftur til sveit-
anna og taka upp lifnaðarhætti sveitalífsins og siðferðisgildi.
Benda má á orð Sigurðar Nordal í Skinfaxa árið 1925 en hann
lagði til að þessi hugmyndafræði yrði gerð að íslenskum trúar-
brögðum sem fólk tæki smám saman að lúta og gera að sínum.
„Ur því ... sem saga og reynsla sjálfra vor kennir um framtíð vora
og framtíðarkosti“, sagði Sigurður,
eigum vér að mynda íslensk trúarbrögð, sem vér getum lifað og dáið fyrir.
Eg veit, að þau muni vísa oss til sveitanna, til þess að rækta þar bæði land
og lýð. Eg veit, að þau muni benda oss á tungu vora og bókmentir sem
tilverurétt vorn út á við - heimilismentun og sjálfmentun sem nota-
drýgstu aðferðina heima fyrir.
Grein Sigurðar í Skinfaxa er ennfremur gott dæmi um trú samtím-
ans á hugmyndirnar sem áhrifavald. Hann sagði að „þessi trúar-
brögð ætti Skinfaxi að efla og kenna“ og að það ætti að boða þau
„á samkomum þeirra og fyrirlestrum." „Máttur hugsana og skoð-
ana er mikill", sagði Sigurður, „þær eru til alls fyrstar, og endur-
tekning getur gert þær sterkari en hersveitir.11
Markmið mitt í ritgerðinni var að kanna þessar hugmyndir eða
orðræðu ofan í kjölinn, kortleggja hana og útskýra áhrif hennar.
Hér er um að ræða þjóðfélagslegt, sögulegt fyrirbæri sem skipti
miklu máli í íslensku samfélagi á fyrri hluta 20. aldar og alls ekki
minna máli en t.d. flokkastjórnmál. Samt hefur hún ekki verið
rannsökuð fyrr að ráði en hins vegar hefur fjöldi stjórnmálasögu-
legra, hagsögulegra og félagssögulegra rannsókna verið gerður á
sama tímabili. Það er mikilvægt að rannsóknir á hlut hugmynda
og orðræðu í íslenskri þjóðfélagsþróun á fyrri hluta 20. aldar fái
sama sess og rannsóknir á öðrum þáttum. Gildir þetta að sjálf-
sögðu um öll tímabil en almennt verður að undirstrika nauðsyn
þess að gera umfangsmiklar rannsóknir á veruleika hugmyndanna
og orðræðunnar. Þegar það hefur verið gert er hægt að hefjast
11 SigurðurNordal, „Mark íslenskra ungmennafélaga“,Skinfaxi 17 (1925), bls. 56.