Skírnir - 01.04.2005, Page 178
176
SIGRÍÐUR MATTHÍASDÓTTIR
SKÍRNIR
handa við að rannsaka hið flókna samspil þeirra við stjórnmála-
lega, félagslega og efnahagslega þróun.
I ljósi rannsókna á kvenna- og kynjasögu hér á Islandi er þetta
einnig sérlega mikilvægt. Staðreyndin er sú að nútíma kynjasaga,
þ.e. saga 19. og 20. aldar, og aðferðafræði hennar hefur fremur lít-
ið verið stunduð hér á Islandi. Vissulega berast erlendir straumar í
fræðimennsku yfirleitt hingað til Islands, eins og raunin hefur
orðið með rannsóknir á þjóðernisstefnu, einsögu o.s.frv., en þetta
er sá hluti sagnfræðinnar sem hefur skort að kæmist hingað fyrir
alvöru og úr því er mikilvægt að bæta. Um leið hefur þróun fræði-
greinarinnar á síðastliðnum 15-20 árum verið með nokkuð ólík-
um hætti en í nágrannalöndunum. Til dæmis má nefna að á Is-
lenska söguþinginu 2002 vorum við nokkrir sagnfræðingar sem
sáum ástæðu til að halda sérstaka málstofu, til að kynna stefnuna
sjálfa og grundvallaratriði hennar og ennfremur að ræða muninn á
kvennasögulegu og kynjasögulegu sjónarhorni. I dagskrárriti
söguþingsins var ástæðum þessa lýst þannig að hvað varðaði „út-
breiðslu og notkun á kynjasögulegum aðferðum ... [stæði] íslensk
sagnfræði enn talsvert langt að baki sagnfræði í nágrannalöndun-
um þar sem kynjasaga hefur þegar fest sig í sessi sem ein af undir-
greinum sagnfræðinnar".12 Ég held að þetta framtak hafi haft
nokkur áhrif, a.m.k. þau að sjálft orðið kynjasaga virðist hafa unn-
ið sér fastan sess síðan þá sem það hafði tæplega áður.
Vegna áherslu andmælendanna á félags- og atvinnusögu kvenna
vil ég líka nefna að þar er á ferð efni sem var lagður góður grunn-
ur að hér á landi bæði á níunda áratug síðustu aldar og í byrjun
þess tíunda.13 Einn vandi þessara rannsókna hér á landi, og ein af
ástæðum þess að þær þróuðust ekki mikið eftir 1990, er að mínu
mati sá að orðræðurannsóknir þróuðust ekki sem skyldi hér á
landi á þeim tíma. Það tel ég að tengist því að hin mikla aðferða-
fræðilega umræða sem átti sér þá stað víðast hvar á Vesturlöndum,
umræða um aðferðafræði og póstmódernisma í kvennasögu, náði
12 2. íslenska söguþingið, 30. maí-2. júní 2002. Dagskrárrit, bls. 11 (Málstofa 2.
Kynjasaga: Kvenleiki, karlmennska og íslensk samfélagsþróun).
13 Sjá Margrét Guðmundsdóttir, „Landnám kvennasögunnar á íslandi“, Saga 38
(2000), bls. 229-247.