Skírnir - 01.04.2005, Page 180
178
SIGRÍÐUR MATTHÍASDÓTTIR
SKÍRNIR
og fremst í barnauppeldi og heimilishaldi. Flestir sagnfræðingar
eru sammála um að hin aukna áhersla á ólíkt eðli kynjanna hafi
verið svar nútímans við einstaklingshyggju og lýðræðishugmynd-
um, þ.e.a.s. hugmyndum sem gerðu konum kleift að líta á sig sem
einstaklinga sem hefðu jafnan rétt og karlar til þátttöku í opinberu
lífi og stjórnmálum. Hugmyndin um kveneðlið sé þar með megin-
þáttur í að útskýra valdaleysi kvenna í samtímanum.15
Ég tel einnig að í jafn empirísku fagi og sagnfræðin er sé mik-
ilvægt að gefa viðhorfum samtímamanna nánan gaum. I þessu til-
viki að skoða vel hvernig kvenréttindakonur tímabilsins, konur
sem reyndu þróunina á eigin skinni og fjölluðu um hana í blöðum,
útskýrðu hana. En þannig útskýrðu þær um leið þann félagslega
veruleika sem þær bjuggu við. Þær gáfu hugmyndum mjög mikið
vægi eða orðræðu þó að þær hefðu ekki yfir því hugtaki að ráða
og um það er vandlega fjallað í ritgerðinni. Víða kemur fram að
Bríet Bjarnhéðinsdóttir gerði hugmyndum um kvenleikann eða
orðræðunni mjög hátt undir höfði sem orsakavaldi. Hún tók
kvenleikaumræðuna í hæsta máta alvarlega, fjallaði víða um þætti
tengda henni í blaði sínu Kvennablaðinu og greindi t.d. eðlisum-
ræðu Alþingismanna á árunum 1911-12. Inga Lára Lárusdóttir,
sem gaf út tímaritið 19. júníá þriðja áratug 20. aldar og greindi þar
þróun kvenréttindamála af mikilli list, rakti slakt gengi kvenrétt-
indabaráttunnar fyrst og fremst til hugarfarslegra þátta. I grein frá
árinu 1928, þegar hvörf voru að verða í kvenréttindabaráttunni,
nefnir hún tvær meginástæður fyrir slæmu gengi kvenna í stjórn-
málum. Annars vegar nefnir hún hræðsluna við upplausn heimil-
anna, þ.e. óttann við að „heimilunum stafaði hætta af kosninga-
rétti og kjörgengi kvenna“. Hins vegar taldi hún að menn væru al-
mennt vantrúaðir á að konur hefðu „hæfileika til að leysa af hendi
opinber störf“.16 Hún sagði að því væri stöðugt haldið fram „sem
aðal mótbáru gegn þátttöku kvenna í þjóðfélagsmálum" „að kon-
ur ... [væru] eigi slíkum gáfum gæddar sem karlmenn" og það var
15 Sjá Sigríður Matthíasdóttir, Hinn sanni Islendingur, bls. 28-33. Þar er vitnað í
verk fjölda sagnfræðinga.
16 Inga Lára Lárusdóttir, „Ástæðulaus ótti“, 19. júní, sept. 1928, d. 97-98.