Skírnir - 01.04.2005, Blaðsíða 185
SKÍRNIR
SAMRÆMT NÚTÍMAMÁL
183
Þetta hefur vitaskuld ekki alltaf verið þannig. Skrifarar á mið-
öldum fylgdu ekki reglum af þessu tagi. Vissulega fylgdu þeir
ákveðnu viðmiði sem þeir tileinkuðu sér þegar þeir lærðu að lesa
og draga til stafs en ekki var um að ræða samræmdar, skjalfestar
stafsetningarreglur, eftir því sem næst verður komist. Fyrir höf-
undi Fyrstu málfræðiritgerðarinnar vakti þegar um miðja tólftu
öld að koma á slíkum reglum en viðleitni hans bar fjarska lítinn ár-
angur. I stafsetningu miðaldahandrita er því eins og vænta má all-
mikið ósamræmi, bæði þegar borin er saman stafsetning tveggja
skrifara og eins innbyrðis ósamræmi í stafsetningu eins og sama
skrifara.2
Tvö dæmi nægja til að sýna þetta. (1) í þrettándu og fjórtándu
aldar handritum var sérhljóðið ö táknað á marga vegu en einkum
ó með bókstöfunum ‘0’, ‘q’, ‘o’, ‘a/’, ‘au’, ‘av’ eða ‘ö’. I nútíma-
stafsetningu okkar notum við aðeins eitt rittákn, ‘ö’, fyrir þetta
hljóð. (2) I íslenskum handritum frá tólftu og þrettándu öld var
langa samhljóðið kk táknað ‘ck’, ‘cc’, ‘kk’, ‘kc’, ‘k’, auk ‘k’ eða ‘c’
með depli yfir, svo eitthvað sé nefnt, en í nútímastafsetningu okk-
ar er aðeins um að ræða ritun með ‘kk’. Þessi fjölbreytilega tákn-
un ö og kk í miðaldahandritum tengdist ekki hljóðgildi ö og kk og
engin ástæða er til að ætla annað en sami framburður búi alls stað-
ar að baki þessum rittáknum.3
2 Yfirlit um stafsetningu í miðaldahandritum má fá hjá Stefáni Karlssyni
1989:33-51/2000:46-65; sjá einnig Hrein Benediktsson 1965:55-95, Jón Aðal-
stein Jónsson 1959 og útgáfu Hreins Benediktssonar (1972) á Fyrstu málfræði-
ritgerðinni.
3 Fjöldi tákna fyrir ó'-hljóðið á að einhverju leyti rætur sínar að rekja til uppruna
hljóðsins en það er orðið til við samruna tveggja hljóðana í hljóðkerfi fornís-
lensku sem aðgreind voru í stafsetningu elstu handritanna, annars vegar 0 sem
aðallega var táknað ‘eo’, ‘0’, ‘o’ eða ‘ey’ og hins vegar q sem einkum var táknað
‘9’, ‘æ’, ‘ai’ eða ‘o’. Öldum saman voru ‘ð’ og ‘au’ og síðar líka ‘0’ mest notuð til
að tákna ö en oft var það líka einfaldlega táknað ‘o’ og þá ekki greint í stafsetn-
ingu frá sérhljóðunum o og ó. Ekki var farið að nota táknið ‘ö’ fyrir þetta hljóð
að ráði fyrr en á nítjándu öld en fram að því hafði það helst verið notað til að
tákna hljóðið ó (Stefán Karlsson 1989:35,48/2000:48, 62). Ekki er ljóst hvort kk-
klasar (í orðum eins og til dæmis bakka, ekki, sökkva) höfðu í fornu máli að-
blástur eins og í nútímamáli; ósennilegt er þó, að tilkoma aðblásturs hafi haft
áhrif á stafsetningu.