Skírnir - 01.04.2005, Síða 188
186
HARALDURBERNHARÐSSON
SKÍRNIR
samdi), K-innskots í orðum eins og hestr > hestur, fagr > fagur,
fegrð > fegurð, styttingarinnar rr > r í bakstöðu orða (Gunnarr >
Gunnar, stórr > stór,ferr >fer) og styttingarinnar ss > s í bakstöðu
orða (íss > ís,fúss > fús, less > les).
Flestir útgefendur leyfa kvenkyns nafnorðum sem höfðu r-
endingu í nf. et., eins og til dæmis heiður, helgur, veiður, að standa
og setja ekki nútímamálsmyndirnar heiði, helgi, veiði í þeirra stað.
Nafnorð eins og völlur, fjörður og skjöldur fá líka oftast að halda
sinni gömlu x-endingu í þf. ft., völlu, fjörðu, skjöldu. Lýsingarorð
sem í fornu máli höfðu j eða v í stofni glata aftur á móti mjög oft
þessu einkenni sínu í útgáfum með nútímastafsetningu og er þá
prentað til dæmis þf. et. kk. ríkan, sekan eða sterkan í stað ríkjan,
sekjan eða sterkjan og dökkan, fölan eða röskan í stað dökkvan,
fölvan eða röskvan. Gömlu eignarfornöfnin okkarr, ykkarr og
yðvarr víkja líka oft fyrir eignarfallsmyndum persónufornafna,
eins og í nútímamáli, og er þá prentað til dæmis okkar hestum í
stað okkrum hestum, ft. ykkar skip í stað ykkur skip eða yðar borg
í stað yður borg. Fornafnið nokkur, sem á sér ýmsar myndir í
fornu máli, eins og nekkverr, nakkvarr, nökkurr og nokkurr, fær
langoftast nútímamálsmyndina nokkur í útgáfum með samræmdri
nútímastafsetningu og er tvíkvæði stofninn oft látinn víkja fyrir
þeim einkvæða, til dæmis nokkrir menn í stað nokkurir menn.
í flestum útgáfum með nútímastafsetningu eru beygingarend-
ingar sagna færðar til nútímamáls. Þetta á til að mynda við um
endingar 1. persónu eintölu í þátíð framsöguháttar þegar ég sagða
verður ég sagði, í nútíð viðtengingarháttar þar sem þótt ég segja
verður þótt ég segi og í þátíð viðtengingarháttar þegar þótt ég
segða verður þótt ég segði. Hið sama má segja um fornar endingar
viðtengingarháttar almennt. Þær eru langoftast færðar til nútíma-
máls í 1. persónu fleirtölu nútíðar þegarþdtí vér segim verður þótt
vér segjum og í öllum persónum fleirtölu í þátíð þar sem þótt vér
segðim verður þótt vér segðum, þótt þér segðið verður þótt þér
segðuð, þótt þeir segði verður þótt þeir segðuJ
7 í íslendinga sögum þeim sem Skuggsjá gaf út á sjöunda og áttunda áratugnum er
meginreglan sú „...að breyta beygingarendingum óhikað til samræmis við nú-