Skírnir - 01.04.2005, Page 189
SKÍRNIR
SAMRÆMT NÚTÍMAMÁL
187
Ungt mál meb nútímastafsetningu
Þegar ungir textar (frá siðbreytingu og síðar) eru prentaðir með
nútímastafsetningu hverfa jafnan merki um ýmsar seinni alda
hljóðbreytingar. Til dæmis eru slíkir textar alltaf prentaðir með að-
greiningu hljóðanna i og y, í og ý, ei og ey (í orðum eins og skildi:
skyldi, tína : týna, eira : eyra), með táknun miðað við einhljóðs-
framburð á undan ng og nk (til dæmis langur, lengi, löng) og með
táknun miðað við einhljóðsframburð á undan gi/gj (til dæmis lagi,
segja, lögin). Þá er jafnan endurreist í stafsetningu aðgreining n og
nn í áherslulítilli bakstöðu (til dæmis nf. himinn og þf. himin) þótt
hún hafi ekki verið í upprunalega textanum.
Væntanlega myndu flestir útgefendur prenta ‘rf’ og ‘lf’ í stað
‘rb’ og ‘lb’ og eyða þannig ummerkjum um lokhljóðun vara-
hljóðsins á eftir r og / í orðum eins og orb í stað orf eða kálbar í
stað kálfar. Þetta framburðareinkenni, sem naut lítillar virðingar á
átjándu öld og var þá nefnt „bögumæli almúgans“, hefur líkast til
komið upp vestanlands á fjórtándu öld og lifði að minnsta kosti
fram á nítjándu öld.81 texta frá nítjándu öld gætu vísbendingar um
breytinguna hv > kv í framstöðu komið fram í stafsetningu (hvít-
ur > kvítur, hvass > kvass) en viðbúið er að útgefendum þætti ein-
tímamál, en reyna að hrófla sem minnst við stofnatkvæðum orða... “ (Grímur M.
Helgason og Vésteinn Ólason 1968-76, l:xiii). í Islendinga sögum Svarts á hvítu
lýsa ritstjórar því að haldið sé í allflestar beygingarmyndir nafnorða, lýsingar-
orða, fornafna og lýsingarhátta sagna. „Aftur á móti hefur fornum beygingaend-
ingum sagnorða í framsöguhætti og viðtengingarhætti verið vikið til þeirra
mynda sem venjulegastar eru nú og má vera að ýmsir sakni þar vinar í stað“ Qón
Torfason o.fl. 1985, l:xi). Svipaður háttur hefur verið hafður á í ýmsum forn-
sagnaútgáfum Máls og menningar. Aðrir hreyfa lítið við beygingarendingum
(fallorða eða sagnorða), eins og til dæmis Ólafur Halldórsson í útgáfu sinni á
Færeyinga sögu 1967 og skólaútgáfu 1978, Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson
og Mörður Árnason í útgáfu á Grágás 1992 og Sverrir Tómasson í útgáfu sinni
á Bósa sögu og Herrauðs 1996. Hafa verður þó hugfast að oft eru fornsagnaút-
gáfur byggðar á mörgum handritum, oft mjög misgömlum með misgömlu máli.
8 Ásgeir Bl. Magnússon 1959:18; Árni Böðvarsson 1951:171. Rithættir sem benda
til þessa framburðar sjást sums staðar í Flateyjarbók (Flateyjarbók 1860-68, 3:v)
en hvergi hefur orðið vart við að þeir rithættir rati inn í þær textaútgáfur með
nútímastafsetningu sem byggðar eru á Flateyjarbók.