Skírnir - 01.04.2005, Side 202
200
PÁLL BJÖRNSSON
SKÍRNIR
fjörð, gegnum heimanám til stúdentsprófs og fjögurra ára dvöl í Reykja-
vík, þaðan sem Jón sigldi til Kaupmannahafnar til háskólanáms árið
1833. Við fylgjumst með Jóni við nám og fjölmörg hlutastörf í höfuð-
borginni. Prófi náði hann reyndar ekki að ljúka, m.a. vegna þess að
fræðistörfin reyndust svo tímafrek. Lesendur fá að fylgjast með því
hvernig Jón verður gagntekinn af stjórnmálum í kringum 1840, er kjör-
inn á þing árið 1845 þegar Alþingi er stofnað. Við sjáum hvernig verð-
andi „forseti" vinnur sig upp í það að verða einn helsti stjórnmálaleið-
togi Islendinga á 19. öld. Endahnútinn bindur Guðjón á fyrra bindið við
lok Þjóðfundarins 1851, nánar tiltekið með „Vér mótmælum allir“-hróp-
um meirihluta þingheims. I síðara bindi fylgir Guðjón Jóni til dauða-
dags, þ.e. í gegnum árin sem hann er óskoraður leiðtogi íslendinga og
nokkurs konar sendiherra eða þjónustufulltrúi þeirra í Kaupmannahöfn.
M.a. er Islandsferðum Jóns lýst, en hann sótti flest þingin í Reykjavík
sem haldin voru annað hvert sumar. í báðum bindum fær lesandinn góða
tilfinningu fyrir þeim tengslanetum sem Jón býr til eða verða til í kring-
um hann. Gildir það bæði um tengsl hans við Dani, t.d. danska samstúd-
enta hans sem síðar eiga eftir að komast til áhrifa í dönsku þjóðlífi, en að
sjálfsögðu einnig um samband hans við íslendinga í Kaupmannahöfn,
einkum námsmennina sem flestir áttu eftir að flytjast til íslands og taka
við mismikilvægum stöðum og embættum. Guðjón reynir einnig að lífga
við þá staði, íslenska og danska, sem við sögu koma með því að birta
myndir af þeim.5
Helstu einkennin á frásagnaraðferð Guðjóns eru þau að hann fylgir
sögupersónunni eftir í stífri tímaröð. Lesandanum til þægindaauka, en
væntanlega einnig til að árétta tímaröðina, er á hverri opnu sýnt hvaða ár
hún fjallar um. Verkinu er m.ö.o. ekki skipt upp í kafla eftir efnisatriðum.
Og engin eru kaflaheitin heldur lætur Guðjón sér nægja að tölusetja kafl-
ana. Þetta er óalgengt í fræðilegum bókum enda þurfa flestir höfundar
slíkra bóka á því að halda að nota kaflaheitin sem athyglisöngla. Þessi að-
ferð tímaraðarinnar er auðvitað góð og gild en þó má velta því fyrir sér
hvort hún torveldi greiningu á stórum dráttum í lífi Jóns, t.d. á pólitísk-
um hugmyndum hans. Til þess að komast fram hjá þessu reynir Guðjón
að skjóta stuttum umfjöllunum um einstaka efnisþætti inn í frásögnina
hér og þar. Þó verður að segjast að vilji lesandi skyggnast inn í hugmynda-
heim Jóns, t.d. skoða hvaða rætur hann hafi átt í þeim hagfræðihugmynd-
5 Það verður þó að segjast að of margar ljósmyndir í báðum bindum eru grá-
móskulegar og hæfa því vart bók í þessum gæðaflokki.