Skírnir - 01.04.2005, Qupperneq 205
SKÍRNIR
ÍMYND (OFUR)KARLS
203
Ekki verður annað sagt en að Guðjóni hafi tekist vel að ná aðalmarkmiði
sínu, þ.e. að varpa ljósi ápersónuna sjdlfa. Guðjón dregur upp hversdags-
legri mynd af Jóni en aðrir hafa gert, segir okkur t.d. frá fjárhagsáhyggj-
um hans, nágrönnum í Kaupmannahöfn, fata- og vínkaupum, félagsmála-
þjónustu Jóns og Ingibjargar við íslendinga í Kaupmannahöfn, sjúkra-
húsvitjunum o.s.frv. Sumt af þessu hefur þó komið fram í verkum annarra
höfunda en allmikið hefur þó vantað inn í þá mynd af honum.12 Eitt besta
dæmið um breyttar áherslur er að finna í umfjöllun Guðjóns um veikindi
Jóns en hann var meira og minna rúmfastur í hálft ár, þá tæplega þrítugur
að aldri. Á liðnum áratugum hefur ekki verið haft hátt um þetta; það hef-
ur vart mátt segja opinberlega að hann hafi haft algengan kynsjúkdóm
(þ.e. sýfilis eða sárasótt). Guðjón dregur ekkert undan og setur meira að
segja fram þá tilgátu að veikindin hafi gerbreytt Jóni, að hann hafi lagst í
rúmið sem fræðimaður en risið upp úr veikindunum sem stjórnmála-
maður.13
Þegar Guðjón vísar til „þeirrar yfirdrifnu upphafningar" sem hingað
til hafi tíðkast, ber varla að taka orð hans bókstaflega. Ég held að Guðjón
sé hér fyrst og fremst að tala um eldri verk um Jón Sigurðsson. Á síðasta
áratug og jafnvel áratugum hafa komið út greinar, bækur og heimildar-
myndir sem eru ekki brenndar marki hinnar yfirdrifnu upphafningar.
Hér má nefna greinar Guðmundar Hálfdanarsonar og heimildarmynd
Þórunnar Valdimarsdóttur.14 Einnig mætti nefna bækur Lúðvíks Kristj-
ánssonar og Einars Laxness, langa ritgerð eftir Sverri Jakobsson og bók-
menntafræðilega greiningu Sveins Yngva Egilssonar á allegórískum tákn-
um Jóns Sigurðssonar.15 Á hinn bóginn mætti auðvitað halda því fram að
12 Sjá t.d. bók Lúðvíks Kristjánssonar, Á slóðum Jóns Sigurðssonar (Hafnarfirði:
Skuggsjá 1961). Þar gerir Lúðvík t.d. góða grein fyrir þjónustuhlutverki Jóns í
Kaupmannahöfn, einkum við landa sína heima á íslandi.
13 Svipaða túlkun er að finna í heimildarmynd Þórunnar Valdimarsdóttur, ef
grannt er skoðað, en til hennar er ekki vísað í verkinu (sjá neðanmálsgreinina
hér að aftan). Sýnir það e.t.v. að enn eigum við nokkuð í land með að Iíta á
myndaheimildir sem jafngildar textaheimildum.
14 Guðmundur Hálfdanarson, „Þjóðhetjan Jón Sigurðsson," Andvari 1997, bls.
40-62; sjá einnig kafla í bók hans íslenska þjóðríkið - uppruni og endimörk. ís-
lensk menning II. Ritröð ReykjavíkurAkademíunnar og Hins íslenska bók-
menntafélags. Ritstj. Adolf Friðriksson og Jón Karl Helgason (Reykjavík
2001), bls. 77-96; og Þórunn Valdimarsdóttir, Jón Sigurðsson. Maður ogforingi.
Handrit: Þórunn Valdimarsdóttir. Saga-Film 1994 (52 mín.).
15 Sbr. áðurnefnda bók Lúðvíks, A slóðum Jóns Sigurðssonar, sem og bók hans,
Jón Sigurðsson og Geirungar. Neistar úr sögu þjóðhdtíðaráratugar (Reykjavík: