Skírnir - 01.04.2005, Side 206
204 PÁLL BJÖRNSSON SKÍRNIR
nokkra upphafningu á Jóni sé að finna í einhverjum þessara verka, þótt
ekki sé hún yfirdrifin.16
Sú tilraun Guðjóns að grafast fyrir um persónu Jóns felur m.a. í sér að
hann varpar ljósi á einkalíf hans, þ. á m. á tengsl hans við Ingibjörgu Ein-
arsdóttur, konuna sem hann giftist seint og um síðir. Það er ekki hægt að
segja annað en að Ingibjörg komi oft við sögu hjá Guðjóni, a.m.k. ef mað-
ur ber bækur hans saman við fimm bindi Páls Eggerts Ólasonar. Kannski
vilja lesendur, áður en lengra er haldið, reyna að giska á hve oft Ingibjörg
kemur fyrir í verki Páls Eggerts, sem er um 2.300 síður að lengd. Því er
nefnilega svo farið að samkvæmt mannanafnaskránni kemur Ingibjörg
aðeins fimm sinnum við sögu.17 Enginn skyldi þó treysta slíkum skrám í
blindni. Á örfáum stöðum til viðbótar talar hann nefnilega um hana, en
þá án þess að nafngreina hana og þess vegna hafa þær vísanir ekki ratað
inn í skrána.18 Það breytir því ekki að samband þeirra Páls Eggerts og
Ingibjargar virðist ekki hafa verið mjög náið.
Fátæklegar frásagnir Páls Eggerts af Ingibjörgu segja auðvitað heil-
mikið um bókarhöfundinn sjálfan og raunar miklu meira um hann held-
Menningarsjóður 1991); ennfremur Einar Laxness, Jón Sigurðsson forseti
1811-1879. Yfirlit um œvi og starf í máli og myndum, (Reykjavík: Sögufélag
1979); Sverrir Jakobsson, „Jón Sigurðsson forseti," Af blöðum Jóns forseta
(Reykjavík: Almenna bókafélagið 1994), bls. 9-70; og Sveinn Yngvi Egilsson,
Arfur og umbylting. Rannsókn á íslenskri rómantík. Islensk menning I. Ritröð
ReykjavíkurAkademíunnar og Hins íslenska bókmenntafélags. Ritstj. Adolf
Friðriksson og Jón Karl Helgason (Reykjavík 1999).
16 Guðmundur Hálfdanarson talar t.d. á einum stað um framsýni þjóðhetju fs-
lendinga og segir svo: „Hæfni Jóns til að stýra meirihluta Alþingis og skilja vilja
bænda, án þess að beygja sig undir skoðanir þeirra, ber vott um aðdáunarverða
herkænsku, sem stundum hefur viljað gleymast í tilraunum manna til að gera
skoðanir hans að sínum.“ Sjá Guðmundur Hálfdanarson, Islenska þjóðríkið,
bls. 76. Og Sverrir Jakobsson skrifar á einum stað: „Stytta Jóns Sigurðssonar á
Austurvelli er glæsilegt minnismerki. Hún horfir vökulum augum á Alþingis-
húsið til merkis um að verndardýrlingur þjóðarinnar vakir yfir sjálfstæði henn-
ar. En hún getur verið minnismerki um fleira. Ef til vill minnir hún einnig á að
það er ekki nóg fyrir þjóð að eiga framsýna leiðtoga. Hún verður líka að hlusta
á þá.“ Sjá Sverrir Jakobsson, „Jón Sigurðsson forseti,“ bls. 70.
17 Ingibjörg kemur fyrir í þremur bindum Páls Eggerts Ólasonar, þ.e. bindi I bls.
71, bls. 124 og 462^163; II bls. 306; og V bls. 371.
18 Þegar komið var að leiðarlokum hjá þeim hjónum segir Páll Eggert: „Skammt
var milli Jóns og konu hans. Hafði hún eigi sízt í hinni langvinnu legu hans
sýnt, hver snilldarkona hún var, og hjúkrað manni sínum með alúð og nær-
gætni“. Páll Eggert Ólason,/ó« Sigurðsson V, bls. 373. Svo segir hann frá jarð-
arför þeirra hjóna án þess að nafngreina Ingibjörgu.