Skírnir - 01.04.2005, Side 210
208
PÁLL BJÖRNSSON
SKÍRNIR
þess auðveldaði karlmönnum af sífellt lægri stigum að sækja fram til auk-
inna áhrifa í þjóðfélaginu. Eitt mikilvægasta verkfæri karla á 19. öld og
eitt helsta nýmæli þeirrar aldar voru einmitt frjáls félagasamtök. Oldinni
þeirri hafa sagnfræðingar á meginlandinu meira að segja lýst sem öld
hinna frjálsu félagasamtaka en vissulega á sú lýsing betur við um megin-
landið heldur en Island. Jón var merkisberi hins nýja tíma, hins nýja karl-
manns. Ekki var nóg með það að hann væri virkur og jafnvel leiðandi í
fjölmörgum félögum í heimaborg sinni Kaupmannahöfn heldur var hann
einnig talsmaður þess að íslendingar á Islandi tækju höndum saman og
stofnuðu samtök á sem flestum sviðum, allt frá verslunar- til málfundafé-
lagá.29
Margar greinar liggja eftir Jón og voru ófáar skrifaðar í hvatningar-
skyni. í flestum tilfellum beindi hann máli sínu til Islendinga sem heild-
ar, t.d. í grein sinni um alþingi í Nýjum félagsritum árið 1842, sem Guð-
jón vísar til. Hann túlkar efni hennar svo: „Grein Jóns er því ekki síst
hvatning til íslendinga að æfa sig á einföldustu grundvallaratriðum, svo
sem ræðumennsku“.30 Túlkun sagði ég: Var Guðjón að túlka eitthvað?
Var ekki Jón einfaldlega að hvetja íslendinga til dáða? Það er rétt, svo
langt sem það nær. Setji maður hins vegar orð Jóns í samhengi við önn-
ur viðhorf hans til kynjanna þá kemst maður vart hjá því að túlka orð
hans sem svo að hann hafi fyrst og fremst verið að hvetja íslenska karla
til dáða.
Hver voru í stórum dráttum viðhorf Jóns Sigurðssonar til kvenna?
Guðjón lýsir þeim svo: „Auðvitað gefur Jón Sigurðsson gaum vaxandi
umræðum um réttindi kvenna ... En hann er maður síns tíma. Jón er
sömu skoðunar og flestir karlmenn af hans kynslóð, að staða konunnar sé
inni á heimilinu þar sem hún eigi að þjóna eiginmanni sínum og börn-
um.“31 Hér hefði mátt velta þessari þjónustu kvenna fyrir sér. Einnig
hefði mátt spyrja þeirrar spurningar hvort Jón, sem fulltrúi sinnar kyn-
slóðar, hafi kúgað Ingibjörgu og hvort þjónustulund hennar hafi verið
mikilvæg forsenda fyrir velgengni hans á almannarýminu, jafnvel for-
senda fyrir því að hann hafi orðið að þjóðhetju. Einnig hefði mátt spyrja
29 I fyrirlestri um Jón Sigurðsson á Söguþinginu vorið 2002 vék ég stuttlega að
þessum atriðum. Sjá Pál Björnsson, „Að búa til íslenska karlmenn. Kynja-
ímyndir Jóns forseta," 2. íslenska söguþingið. Ráðstefnurit I, ritstjóri Erla
Hulda Halldórsdóttir (Reykjavík: Sagnfræðingafélag íslands, Sagnfræðistofn-
un HÍ og Sögufélag 2002), bls. 43-53.
30 Guðjón Friðriksson, Jón Sigurðsson I, bls. 243.
31 Guðjón Friðriksson, Jón Sigurðsson II, bls. 443.