Skírnir - 01.04.2005, Blaðsíða 218
216
RAGNHEIÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR
SKÍRNIR
an hafi gert honum „ljóta glennu“ (312). Þessi síðustu orð um að sagan
hafi gert Halldóri glennu hljóma svolítið ankannalega, því þau kynnu að
benda til þess að höfundi finnist Halldór hafa verið fórnarlamb sögulegra
aðstæðna. En það er ekki svo, því höfundur fullyrðir, og stendur að mínu
viti við það í verki, að velviljuð samúð með afstöðu Halldórs sé ekki væn-
leg til þess að skilja stuðning hans við einn versta einræðisherra allra tíma.
Ekkert frekar en að hægt sé að botna eitthvað í ævi Halldórs með því að
láta sér nægja auðkeypta fordæmingu á afstöðu hans. En hvernig útskýr-
ir höfundur hrifningu Halldórs á kommúnismanum og stuðning hans við
alræðisskipulagið í Sovétríkjunum?
I fyrsta lagi segir hann að aðdáun Halldórs á tilrauninni í austri og lýs-
ing hans á því sem fyrir augun bar sé trúarleg; Halldór hafi komið til Sov-
étríkjanna fullur af trúarvilja og hann hafi séð það sem hann vonaðist til
að sjá (315-18). I öðru lagi nefnir höfundur tæknihyggju Halldórs - sem
hafði birst Islendingum í greinum hans um „raflýsingu sveitanna" á þriðja
áratugnum - og leit hans eftir vísindalegri lausn á þjóðfélagsvanda milli-
stríðsáranna (322), leit sem má tengja við þá upplifun Halldórs á ástand-
inu í Evrópu eftir fyrra stríð sem höfundur lýsir í öðrum kafla bókarinn-
ar (sjá sérstaklega 109-114).
Allt hjálpar þetta okkur við að skilja hvers vegna Halldór hreifst af
kommúnismanum og því sem hann upplifði í Sovétríkjunum í upphafi
fjórða áratugarins. Þegar kemur að því að útskýra hvernig Halldór brást
við og miðlaði því sem hann sá í næstu ferð til Sovétríkjanna vandast
heldur málið. Eitt er að skilja hrifningu vestrænna kommúnista á kerfi
sem gaf fyrirheit um jafnrétti, útrýmingu fátæktar, menntun, upplýsingu
og framfarir. Annað er að skilja hvernig menn gátu sætt sig við að í þeim
tilgangi væri fórnað mörgu af því sem þeir helst börðust fyrir á heima-
velli, t.a.m. lýðræði, skoðanafrelsi og réttlátu dómskerfi. Hvers vegna
fannst Halldóri, eins og hann segir í kaflanum um réttarhöldin yfir Búkh-
arín í Gerska ævintýrinu, í lagi að leggja fyrir róða algera andstöðu sína
við dauðarefsingar? Hvers vegna finnst honum að við þessi réttarhöld
verði „atriði einsog siðferðileg eða lögfræðileg „sekt“ samsærismannanna,
eða sú persónulega refsíng sem beið þeirra ... í raun réttri smámunir sem
ekki freista til kappræðu“ ?8
Svar höfundar felst í þeirri áherslu sem hann leggur á að útskýra við-
urkenningu Halldórs á starfsaðferðum Stalíns - að svo miklu leyti sem
8 Halldór Laxness: Gerska œvintýnó. Minnisblöð. 2. útg. Reykjavík: Helgafell
1983, bls. 63.