Skírnir - 01.04.2005, Síða 221
MYNDLISTARMAÐUR SKÍRNIS
Á kafi í aðgerðum
Um myndlist Gabríelu Friðriksdóttur
Mörgum þótti sem Gabríela Friðriksdóttir hefði slegið nýjan tón mitt
í hátíðleika íslenskrar myndlistarumræðu þegar hún lýsti því einlæg yfir í
blaðaviðtali í tilefni af opnun fyrstu einkasýningar sinnar, The Nameless
One, haustið 1997, að hún væri „mjög hrifin af öllum kjánaskap og fífla-
látum“ í list.1 Gabríela hefur aldrei hikað við að tjá sig á tilfinningabund-
inn hátt, nefnir bæði hjarta og brjóstvit þegar hún talar um verk sín, auk
þess að gangast fúslega við því að listrænt frelsi felist í því að leyfa sér
stundum „að vera heimskur". Tilfinningar og hvatalíf eru beinlínis inntak
einstakra verka, jafnvel heilla sýninga, samanber síðustu einkasýningu
Gabríelu í Gallerí i-8 árið 2004 sem hún kallaði Melankólía.
Umræða um tilfinningatengda listsköpun hefur lengi verið feimnis-
mál á Islandi og því var ekki laust við að sumir kættust við tregðu lista-
konunnar við að gefa viðfangefnum sínum vitsmunalega merkingu. „Það
truflar mig að þurfa að tala um verk mín á fræðilegum nótum“, er haft eft-
ir Gabríelu í viðtali við norrænt listtímarit árið 2000.2 Utskýring hennar
á nafngift tveggja einkasýninga sinna árið 1999, Are you ready to rock 1
og 2, er vissulega trú þeim anda. „Þetta er svona dálítið sveitó. Sjálf er ég
mjög sveitó, en ég hrífst af því sem ég er, eins og flestir."3 Samt hefur
Gabríela aldrei dregið dul á það að í sköpun felist persónuleg áhætta og
að listamaðurinn þurfi að leggja sjálfan sig undir. I sköpunarferlinu taki
listamaðurinn út þroska sinn, komist ef til vill næst eigin kjarna, og geti
þess vegna þurft að ganga býsna nærri sjálfum sér.
Verkum Gabríelu hefur verið vel tekið, jafnvel fagnandi, allt frá fyrstu
einkasýningu hennar fyrir tæpum átta árum. Hún þótti sjálfsörugg og
sjarmerandi í tilraunastarfsemi sinni, kannski með mótsagnakenndar list-
hugmyndir en að sami skapi markviss, ekki of fáguð, með svolítið
groddalega kímnigáfu, óhrædd við óreiðu frelsisins. Að auki kom hún
fyrir sem einbeittur vinnuþjarkur.
Að sama skapi má heita að orðræða í kringum verk hennar hafi verið
af óhefðbundum toga en meðal þeirra lýsingarorða sem hrifnir gagn-
1 DV, 27. nóvember 1997.
2 „Against Art.“ Nu - The Nordic Art Review, II. bindi nr. 6/00.
3 Fréttir í Vestmannaeyjum, 30. mars 1999.
Skírnir, 179. ár (vor 2005)