Skírnir - 01.04.2005, Síða 223
SKÍRNIR
Á KAFI í AÐGERÐUM
221
það). Hver sýning er líka að nokkru leyti rannsókn á möguleikum og
samspili ólíkra miðla.
Verkið sem Gabríela sýnir í íslenska skálanum á Feneyjatvíæringnum
í sumar er nýtt en þar koma saman ýmsar hugmyndir úr eldri verkum.
Um er að ræða stóra „pólýfóníska" innsetningu sem hlotið hefur heitið
Versations/Tetralógía. Innsetningin skiptist í tvennt, Versations sem sam-
anstendur af málverkum, skúlptúr, lágmyndum og teikningum og
Tetralógíu sem stendur fyrir fjögur myndbandsverk sem jafnmargir tón-
listarmenn hafa samið tónverk við út frá píanóstefi sem Gabríela hefur
sjálf impróvíserað. I heild sinni myndar verkið því kvartett, þótt hvert og
eitt myndband standi sér. Tónlistarmennirnir fjórir eru þau Björk Guð-
mundsdóttir, Jónas Sen, Borgar Þór Magnason og Daníel Ágúst Haralds-
son eiginmaður Gabríelu. Þá koma fleiri listamenn að gerð myndband-
anna, m.a. Erna Ómarsdóttir danshöfundur. í kynningartexta sýningar-
stjóra, Laufeyjar Helgadóttur listfræðings, er verkið m.a. sagt fjalla um
hina „órökrænu samræðuhefð íslendinga" og er það undirstrikað með
titli verksins „Versations" þar sem forskeytið „con“ hefur verið fellt
framan af (conversations). Þannig sé gefið í skyn „að þetta séu ekki raun-
verulegar sam-ræður heldur tilraun til samræðna þar sem sá ræður sem
fær orðið hverju sinni.“5
Persónur og tilfinningar
Segja má að tvær einkasýningar hafi átt mestan þátt í að festa Gabríelu
Friðriksdóttur í sessi sem einn athyglisverðasta myndlistarmann sinnar
kynslóðar. Báðar sýningarnar voru haldnar í Gallerí Sævari Karli með
tveggja ára millibili, önnur árið 1999 og hin árið 2001. Verkin á sýningun-
um tveimur gefa góða innsýn í hugmyndaheim listakonunnar, auk þess
sem þau opinbera að nokkru leyti það sem kennt hefur verið við „ófyrir-
sjáanleika“ í verkum hennar.
Á fyrri sýningunni, Persónur og tilfinningar (1999), sýndi Gabríela
frístandandi málaða tréskúlptúra, lakkaða með glanslit, en einnig lág-
myndir og málverk, allt í sterkum litum. Verkin voru fígúratíf og stíllinn
grafískur, mjúkar lífrænar línur, ekki óskylt teiknimyndasögum sem hafa
5 Laufey Helgadóttir, kynningartexti að Versations/Tetralógíu, Feneyjum 2005
(ópr.). Hjá Grikkjum til forna þýddi Tetralógía fjögur leikrit eftir sama höfund,
þar sem fyrstu leikverkin þrjú voru harmleikir og það fjórða ádeila eða skopleik-
ur og var takmarkið með þessum fjómm leikritum að sigra samkeppni sem
haldin var meðal rithöfunda í veislu helgaðri guðinum Díonýsosi.