Skírnir - 01.04.2005, Side 226
224
AUÐUR ÓLAFSDÓTTIR
SKÍRNIR
unum í óraunveruleikaheim bernskunnar í formi hvers kyns ævintýra-
minna. Þrátt fyrir sakleysislega framsetningu er lífið í myndheimi Gabrí-
elu þó ekki einskær áhyggjulaus leikur. Eins og menn vita þá er leikheim-
ur bernskunnar óstöðugur og tímabundinn, varir aðeins skamma stund.
Furðudýr tengjast vissulega barnæsku, en ekki síður ótta og martröð. I
fullorðinslist sem á ytra borðinu líkir eftir leiknum býr oft óhugnaður. í
fullorðinsleikjum gilda sérstök lögmál og þegar fullorðið fólk leikur leiki
er kynferðislegur undirtónn sjaldan langt undan.
Verk Gabríelu höfða til ólíkra skynsviða og vekja oft sterk tilfinninga-
bundin viðbrögð hjá áhorfanda. Þau gera einnig oft ráð fyrir virkri þátt-
töku áhorfanda, að hann sé með í „leiknum", að hann færi verk úr stað og
breyti þannig uppsetningu og afstöðu eininga innbyrðis, að hann taki
verkin upp og geri eitthvað með þeim eða fikti í þeim á annan hátt. Sum-
ir skúlptúra Gabríelu geta reyndar minnt á húsgögn. Dæmi um það er
skúlptúr á hjólum sem áhorfandi gat jafnvel tyllt sér á og síðan rúllað sér
um sýningarrýmið, eins og á skrifborðsstóli (Are you ready to rock 2,
Vestmannaeyjum 1999).
Fagurfræði gróteskunnar
Þau tímabil virðast koma með reglulegu millibili í myndlistinni að menn
hafna því að fagurfræði samtímalistaverks geti búið í formrænum eigind-
um eða útliti, að efni og form búi ekki ein og sér yfir möguleikum til
merkingarsköpunar. Margir töldu sig þess vegna hafa sérstaka ástæðu til
að gleðjast yfir þeim áhuga á formhyggju og fagurfræði sem verk Gabrí-
elu endurspegluðu, að myndlist væri þegar allt kæmi til alls sjónræn, fyr-
ir augað. Og þar sem hún stóð með annan fótinn í hefðbundnum miðlum
myndlistar, var litið á verk hennar sem nýtt akkeri fyrir tvívíða list í kreppu
eða ógöngum, sem nýjan farveg fyrir málverkið. Og skipti þá engu þótt
kantar panelsins sem málað var á væru ekki beinsagaðir og umgjörð flat-
arins öll í bylgjum.
Tveimur árum eftir sýningu á furðuskapnaði í Galleríi Sævars Karls
eða í ársbyrjun 2001 hélt Gabríela aðra sýningu í sama sýningarrými og
nú þótti mörgum sem hún hefði fullkomlega kúvent í myndheimi sínum.
Sýninguna kallaði Gabríela Dýr inni dýr úti og sem fyrr byggðist innsetn-
ingin á frístandandi höggmyndum á gólfi og málverkum og lágmyndum
á veggjum. En í stað litsterkra verka með póleruðu glansyfirborði var nú
kominn heimur hreinhvítra, hrjúfra gifsfígúra, reyndar enn furðudýr, úr
persónulegum frumdýragarði listakonunnar, þar sem hvert og eitt dýr