Skírnir - 01.04.2005, Side 229
SKÍRNIR
Á KAFI í AÐGERÐUM
227
Hver sýning Gabríelu hefur þótt ólík hinum fyrri, þar situr fagur-
fræði hins ófyrirsjáanlega, óvæntra samtenginga í fyrirrúmi, jafnvel innan
sömu sýningar. Eða hvað eiga þau sameiginlegt - ljósmyndasería sem
sýnir listakonuna móta ófrýnilegt andlit í deig, myndband sem sýnir illa
hirtan stigagang, skúlptúr sem er eins konar blanda af bedda og flygli og
19 einlit málverk unnin með glansandi lakki? (Operazione dramatica,
einkasýning í Gerðarsafni árið 2002.)
En jafnvel ófyrirsjáanleiki í listinni tekur með tíð og tíma á sig það form
mynsturs sem kennt er við persónulegan stíl og á sér m.a. rætur í ímyndun-
arafli, persónuleika, lífsreynslu, hugmyndaheimi og umhverfi listamanns.
Mynstrið opinberar jafnframt grundvallarhugsun hans og frumleika. En í
hverju skyldu þá sérkenni Gabríelu sem myndlistarmanns felast?
Líklega má segja að kjarni myndhugsunar Gabríelu Friðriksdóttur
felist í því að vinna á mörkum fjölmargra merkingarheima, að verk henn-
ar séu á reiki milli ýmissa tilbúinna gerviandstæðna myndlistarheimsins.
Þar má fyrstan telja dúalismann eða tvískiptinguna milli fígúrasjónar og
abstraktsins eða milli óhlutbundinnar og hlutbundinnar listar sem Gabrí-
ela tekst að nokkru leyti á við í verkum sínum. Áður hefur verið minnst á
samkrull hreinræktaðrar myndlistar og annarra listgreina í verkum henn-
ar og það hvernig myndheimur hennar vegur salt á milli fegurðar og ljót-
leika. Þá hefur áhugi Gabríelu á mörkum náttúru og siðmenningar m.a.
leitt til þess að hún hefur teflt fram manndýrinu á fjölmörgum sýningum.
Náttúra og siðmenning er reyndar heiti á verki frá árinu 2000 þar sem
Gabríela fer sem fyrr óhefðbundnar leiðir í ímyndasmíð sinni og tákn-
heimi. Fígúran er sambland af nokkrum þekktum persónum, t.d. Michel-
in-manninum og Gosa og aðrar táknmyndir í verkinu, svo sem jata og
hauskúpur, eru gott dæmi um það hvernig listakonan tekur útjaskaðar
hugmyndir, margnotuð tákn úr sínu upprunalega samhengi og frískar upp
á þau. Tilfinningar og skynsemi, líkami og tilfinningar, dýrið og skynsemi
eru hliðstæð dæmi um andstæð hugtakapör sem búa saman í þekkilegri
harmoníu í myndheimi Gabríelu, en sjálf kennir hún verk sín reyndar við
„líkamnaðar tilfinningar".11 Að sama skapi má nefna hið skoplega og hið
dramatíska eða harmræna, andstæður sem Gabríela boðar upplausn á, ein-
lægni sem hún teflir fram gegn hefðinni og loks sjálfu frelsi listamannsins
sem hún stillir upp andspænis listorðræðunni.
Auður Ólafsdóttir
11 Morgunblaðið, 2. apríl 2004.