Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2002, Page 9

Hugur og hönd - 01.06.2002, Page 9
Á hurðarveggnum vinstra megin er hópur þriggja drengja með hljóS- fizri í höndunum. Einn þeirra er með dómaraflautu, annar með litla hörpu og hinn þriðji meðþríhyrning. Hetgra megin við dyrnar stend- ur drengur á skýi og heldur á hrossabresti. er á stærð við íslenska sveitakirkju, er um 300 ára gömul. En í suðrænum löndum er ekki óalgengt að auðugir menn eigi litlar fjölskyldukapellur. Eig- endurnir, Alessandro Nieri og Eva Per- ini, eru miklir unnendur nútímalistar og höíðu meðal annars keypt verk eftir Helga. Þegar svo kom að því að ákveða hver skyldi skreyta kapelluna við endur- gerð hennar, ákváðu þau hjónin að bjóða Helga að skreyta tvo af fjórum veggjum hennar, kórinn og vegginn á móti hon- um, þar sem gengið er inn í kapelluna. Eigendur kapellunnar gerðu ekki sér- stakar kröfur um tæknina sem notuð yrði við skreytinguna. En eftir að hafa skoðað staðinn fannst Helga ekkert ann- að en freska koma til greina, jafnvel þó að hann hefði aldrei fyrr unnið að freskugerð. Fyrsta verk hans var því að kynna sér tæknina. Um fjögurra mánaða skeið las hann bækur hér heima og vann allar skissur í fullri stærð áður en hann fór utan og hófst handa við verkið sjálft. Myndin á kórveggnum er átta metrar á breidd og fjórir á hæð en úthlið kapell- unnar fjórir á breidd og hartnær átta metrar á hæð. Freska er mynd sem máluð er beint á vegg, en undirbúa þarf vegginn fyrst með því að bera á hann húð af kalk- og sandblöndu. Utlínur myndanna eru Neðst á kórveggnum sjást tindar Snæfellsness. HUGUROGHÖND 9

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.