Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2002, Side 45

Hugur og hönd - 01.06.2002, Side 45
höfðu 17 lykkjur á prjóni og bættu þá einni lykkju í skástrenginn á laufaviðn- um, höfðu 3 lykkjur þar sem 2 eru ef 16 eru á prjóni. Rönd á þumli var líka sleppt. Ég mæli með að prjóna laufaviðarvett- linga úr íslensku kambgarni þar sem ís- lenskt þelband mun nú vandfengið. Gott er að prjóna það á prjóna nr. 2 'h og lóa vettlingana ögn á milli handa sinna um leið og þeir eru þvegnir á eftir“. Vettlingana á meðfylgjandi mynd lán- aði Jóhanna fyrir fáum árum til mynda- töku. Þeir eru úr heimaspunnu þelbandi. I framhaldi af grein um laufaviðarvett- linga sem birtist í síðasta tölublaði Hug- ar og handar þótti forvitnilegt að vita hvort sömu hugtök, aðferðir og munstur hefðu verið notuð alls staðar á Vestfjörð- um. Var því enn ieitað til Jóhönnu um upplýsingar. Hún kannaðist við öll heiti sem nefnd eru í greininni um prjónaskap í Reykjarfirði og kvað þau hafa verið not- uð í sinni heimasveit. Eini munurinn sem hún taldi vera á vettlingum Reyk- firðinga og Onfirðinga var áttablaðarós- in á handarbakinu, hún hefði ekki verið notuð annars staðar en á Hornströnd- um. Jóhanna Kristjánsdóttir sendi Hug og hönd nokkrar vettlingauppskriftir til birtingar árið 1996 og skal henni hér þakkaður allur hennar velvilji í garð blaðsins. Sú uppskrift sem hér fer á eftir varð fyrir valinu vegna þess að í henni eru fæstar lykkjur á prjóni og hentar hún því trúlega best því prjónabandi sem fæst um þessar mundir. Gréta E. Pálsdóttir Vestfirskir laufaviðarvettlingar Prjónaðir úr tvinnuðu þelbandi (eða íslensku kambgarni), á prjóna nr. 2. Fitj- aðar upp 14 lykkjur á prjón, nema 15 á einn, til þess að standi heima að prjóna 2 1. sléttar og eina brugðna. Brugðningin er 7 eða 8 umferðir, venjulega svört. Aukið er í um leið og breytt er í slétt prjón og skipt yfir í aðallit, sem oftast er mórauður en stundum grár eða hvítur. Aftur er aukið í um leið og byrjað er að prjóna tvíbanda, 16 1. eru á prjóni í laufavið og gripa. Aukið er í til að liðka fyrir þumalfingri og er sú aukning öll á þumalprjóninum. 3 1. eru svo teknar úr um leið og prjónað er fyrir þumli og 1 1. á sama prjón eftir 4 umf. 28 umf. eru frá þumli að mynstri. Á þumli eru 26 1.; 12 og 7 og 7 á prjóni. Á þessari teikningu er aðeins sýnd 1 umf. með grunniit, áður en laufaviður byrjar og eftir hann, en ég er vön að hafa þær tvær. Litum má haga á ýmsa vegu, eftir geð- þótta og smekkvísi, en venja var að hafa laufaviðinn ljósan á dökkum grunni. Á þelvettlingum með sauðalitum er laufa- viðurinn alltaf ljósmórauður í svörtu. En í vettlingum úr kambgarni hef ég haft hann ýmist rauðan, grænan eða gulan eins og gert var í gamla daga. Líka er fal- legt að hafa drapplitan laufavið í kamb- garnsvettlingum. Jóhanna Kristjánsdóttir HUGUROGHÖND 45

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.