Gríma - 01.11.1929, Side 8

Gríma - 01.11.1929, Side 8
IV FORMÁLÍ í fyrsta flokki, sögum um nafnkunna og einkennilega menn, eru að mestu frásagnir, sem gætu verið sannar og þótt nokk- urrar þjóðtrúar kenni í sumum þeirra., þá er í þeim mest sagt frá vitsmunum manna og hreysti eða sérvizku og af- kárahætti. Annar flokkur, sakamannasögur, er all-nákominn fyrsta flokki. En þar birtist oft handleiðsla guðs og er hann að því leyti tengdur þriðja flokki, helgisögunum, þar sem guð send- ir þjóna sína til jarðarinnar, mönnum til bjargar. Fjórði flokkur, svipa- og draugasögwr, binda sig við helgi- sögumar, að því leyti, að þær segja frá verum, sem hafast við á öðru sviði, en birtast við og við hér á jörðu og eru meira eða minna bundnar við hana, eins og eðlilegt er, þar sem verur þessar hafa áður lifað á jörðinni. Fimmti flokkur, ófreskisögumar, eru draugasögunum ná- skyldar. Ófreskir menn sjá inn á önnur svið, en oft sjá þeir einnig atburði, sem gerast síðar. Jón Árnason skipar sögum þessum í flokk með galdrasögunum, enda er skyldleiki þar á milli. Aftur á móti set eg galdrasögumar í sjötta flokk. Galdramenn voru þeir kallaðir, sem höfðu þekkingu á duld- um öflum náttúrunnar og kunnu líka að hagnýta sér þekk- ingu sína. Að því leyti eru sögur þessar tengdar sjöunda flokki, náttúrusögunum, sem segja frá undragáfum dýra og kynjakröftum jurta og steina. Áttundi flokkur, vatna- og sxbúa-sögar, eru nokkurskonar náttúrusögur; þar er sagt frá dulardýrum og verum í sjó og vötnum. Sögur þessar eru náskyldar níunda flokki, huldu- fólkssögunum, sem segja frá mannlegum dulverum í klettum og hólum. Þær sögur eru aftur á móti náskyldar dverga- sögunum, sem eg skipa í tíunda flokk. Tröll eru að hálfu leyti dulverur, en grófgerðari en huldufólk og dvergar. Eiga sögurnar um þau sæti við hliðina á huldufólks- og dverga- sögum og verður sá flokkur hinn ellefti í röðinni. Stund- um er tröllum og útilegumönnum blandað saman, enda hafast hvortveggju aðallega við inni í óbyggðum landsins. Virðast því útilegumannasögurnar eiga sæti við hlið þeirra, og set eg þær í tólfta flokk. Þrettándi flokkur, sjórxningjasögumar, er nýr í íslenzkum þjóðsögum. Útilegumenn eru ræningjar á landi og er því all-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.