Gríma - 01.11.1929, Blaðsíða 8
IV FORMÁLÍ
í fyrsta flokki, sögum um nafnkunna og einkennilega menn,
eru að mestu frásagnir, sem gætu verið sannar og þótt nokk-
urrar þjóðtrúar kenni í sumum þeirra., þá er í þeim mest
sagt frá vitsmunum manna og hreysti eða sérvizku og af-
kárahætti.
Annar flokkur, sakamannasögur, er all-nákominn fyrsta
flokki. En þar birtist oft handleiðsla guðs og er hann að því
leyti tengdur þriðja flokki, helgisögunum, þar sem guð send-
ir þjóna sína til jarðarinnar, mönnum til bjargar.
Fjórði flokkur, svipa- og draugasögwr, binda sig við helgi-
sögumar, að því leyti, að þær segja frá verum, sem hafast
við á öðru sviði, en birtast við og við hér á jörðu og eru
meira eða minna bundnar við hana, eins og eðlilegt er, þar
sem verur þessar hafa áður lifað á jörðinni.
Fimmti flokkur, ófreskisögumar, eru draugasögunum ná-
skyldar. Ófreskir menn sjá inn á önnur svið, en oft sjá þeir
einnig atburði, sem gerast síðar. Jón Árnason skipar sögum
þessum í flokk með galdrasögunum, enda er skyldleiki þar á
milli. Aftur á móti set eg galdrasögumar í sjötta flokk.
Galdramenn voru þeir kallaðir, sem höfðu þekkingu á duld-
um öflum náttúrunnar og kunnu líka að hagnýta sér þekk-
ingu sína. Að því leyti eru sögur þessar tengdar sjöunda
flokki, náttúrusögunum, sem segja frá undragáfum dýra og
kynjakröftum jurta og steina.
Áttundi flokkur, vatna- og sxbúa-sögar, eru nokkurskonar
náttúrusögur; þar er sagt frá dulardýrum og verum í sjó
og vötnum. Sögur þessar eru náskyldar níunda flokki, huldu-
fólkssögunum, sem segja frá mannlegum dulverum í klettum
og hólum. Þær sögur eru aftur á móti náskyldar dverga-
sögunum, sem eg skipa í tíunda flokk. Tröll eru að hálfu
leyti dulverur, en grófgerðari en huldufólk og dvergar. Eiga
sögurnar um þau sæti við hliðina á huldufólks- og dverga-
sögum og verður sá flokkur hinn ellefti í röðinni. Stund-
um er tröllum og útilegumönnum blandað saman, enda hafast
hvortveggju aðallega við inni í óbyggðum landsins. Virðast
því útilegumannasögurnar eiga sæti við hlið þeirra, og set eg
þær í tólfta flokk.
Þrettándi flokkur, sjórxningjasögumar, er nýr í íslenzkum
þjóðsögum. Útilegumenn eru ræningjar á landi og er því all-