Gríma - 24.10.1932, Blaðsíða 12
10
ÞÁTTUR AF HALLDÓRI KRÖYER
missa konu sína, Guðrúnu dóttur Hannesar prófasts
Stephensens, eftir hálfs fjórða árs sambúð. Tók amt-
maður sér svo nærri lát konu sinnar, að við sturlun
lá og gat ekki um annað talað, en lát hennar og sökn-
uð sinn. Réðu vinir hans honum þá, að hann skyldi
fara í ferðalög og hitta vini sína og kunningja og
vita, hvort hann hresstist ekki. Féllst amtmaður á
þetta. Þá bjó á Eyjadalsá í Bárðardal séra Jón Aust-
mann (vígður til Lundarbrekkuprestakalls árið
1847). Hann stundaði lækningar auk prestsskapar
og þótti vel heppnast. Voru þeir amtmaður vinir og
höfðu eitthvað verið saman í skóla. Leggur nú amt-
maður leið sína til Eyjadalsár á fund vinar síns, séra
Jóns. Mun hann hafa vænzt þess, að hann gæti orðið
sér að einhverju liði, til að draga úr ógleði sinni. En
þegar hann kemur til Eyjadalsár, þá stendur svo á,
að prestur er ekki heima, en þar er þá staddur Hall-
dór Kröyer. Höfðu þeir amtmaður verið skólabræður
og lesið lög samtímis við Hafnarháskóla. í skóla
höfðu þeir verið taldir jafnir að gáfum. Verður amt-
maður glaður við að sjá Halldór, fara þeir að rifja
upp ýmsar endurminningar frá Hafnarárum og var
amtmaður hinn glaðasti um stund. En er hléverðurá
samræðum þeirra, fellur amtmaður í sitt fyrra þung-
lyndisástand, og fer þá að segja Halldóri' frá láti
konu sinnar og útmála fyrir honum sorg sína. Hall-
dór hlustar á þegjandi um stund, þar til er hann
segir: »Og kærðu þig andskotann, þetta hafa svo
margir mátt líða«. Byrjaði Halldór svo enn að rifja
upp minningar frá Hafnarárum og fékk amtmann til
að tala um þær, og kom honum aftur i gott skap.
Minntist amtmaður ekki meira á sorg sína við Hall-
dór.