Gríma - 24.10.1932, Blaðsíða 53
HULDUKONAN í SKÖKHÓL 51
ast, annaðhvort gripatjón eða annar búhnekkir. —
Fyrir sunnan og ofan Grund er einstakur hóll, sem
kallaður er Skökhóll; heitir hóllinn því nafni af
þeim ástæðum, að þá er leið að fráfærum, heyrðu
smalar strokkhljóð í hólnum, þegar þeir áttu leið
þar um. Voru Grundarbændur vanir að draga frá-
færur, þangað til strokkhljóðið hafði heyrzt, hvernig
sem tíðarfar var annars, og þótti vel gefast.
Gísli er maður nefndur. Hann var sonur Páls
prests Jónssonar, er fékk Vallabrauð í Svarfaðardal
1858, en flutti síðar að Viðvík í Skagafirði og dó
þar 1889. Bræður Gísla voru þeir Snorri verzlunar-
stjóri á Siglufirði, Gamalíel, Jón og Einar. Eona
hans hét Kristín. — Gísli bjó fyrst á móti föður sín-
um á Völlum, en nokkru síðar losnaði Grund og fékk
hann hana til ábúðar og allra afnota. Hann var mað-
ur óbrotinn í háttum og laus við öll hindurvitni.
Heyrði hann getið um álög þau, er lægju á tungunni,
að ekki mætti nytja hana, en hann taldi þetta ein-
tóman hégóma og lét slá hana þegar á fyrsta búskap-
arári sínu á Grund, jafnvel þótt hann hefði meira en
nóg slægjuland annarstaðar. Bar svo ekkert til tíð-
inda fyrr en liðið var fram undir jólaföstu veturinn
eftir. Þá dreymdi Gísla eina nótt, að roskin kona
kæmi til hans; var hún þungbúin á svip og alvarleg,
klædd fornum kvenbúningi. Konan sagði við hann,
að hann hefði breytt illa og óhyggilega, þegar hann
hefði látið slá tunguna um sumarið; hefði hann
heyrt, hvað við lægi, ef svo væri gert, og haft auk
þess nógar aðrar slægjur; sagðist hún ekki ætla að
þola slíkt ranglæti eftirleiðis; væri tunga þessi eina
grasnytin, sem hún og karl hennar hefðu búið við
4*