Gríma - 24.10.1932, Blaðsíða 72
70
HJALLA-ÞULA
18.
Hjalla'þula.
(Handrit Baldvins Jónatanssonar).
Kátt var á Hjalla krökkunum hjá, —
en krummi var í felum glugganum á,
krummi var í felum, en krunkaði þó,
kunni hann að segja meira en nóg,
kunni hann að segja, en hver skildi hann?
Kerling ein þar gömul á snældu sína spann,
kerling ein þar gömul sem kunni fuglamál
kynngisfull og göldrótt, með þeygi góða sál;
kynngisfull og göldrótt hún kjassa hrafninn tók,
krummi fór að garga og vængi svarta skók;
krummi fór að garga og kom um gluggann inn,
kerling varð því fegin og sagði: »Velkominn«.
Kerling varð því fegin og fítonsanda með
flaug þá upp í loftið, í hrafn hún breytast réð,
flaug þá upp í loftið og fylgdist krummi með,
einn varð þar á endir, að enginn fékk þau séð;
einn varð þar á endir, hún aldrei framar sást,
en listin hennar ljóta líka seinna brást,
listin hennar ljóta var lánuð öðrum frá.
Risi bjó í bergi, sem birtir söguskrá;
risi bjó í bergi, sem beima meiddi’ og drap,
kerlingunni kenndi kynngi og galdraskap,
kerlingunni kenndi að kætast mest við sig.
Ungur gekk hann Áskell inn um fjallastig;
ungur gekk hann Áskell upp í hamragil.
Huldukona sló þar hörpu sinnar spil;
huldukona sló þar hjartnæmt töfralag;