Gríma - 24.10.1932, Blaðsíða 32

Gríma - 24.10.1932, Blaðsíða 32
30 HVÍTEYRI vetur og' snjóþungur; þá rak ís að Norðurlandi, svo að hvarvetna voru hafþök með landi fram. Komu bjamdýr með ísnum og gengu á land og komu hvert á fætur öðru fram að Silfrastöðum; skaut Jón þau jafnóðum, þar til er hann hafði lagt þau nítján að velli. Ekki er þess getið að dýrin hafi valdið tjóni á mönnum eða skepnum, né heldur hvort aðrir hafi unnið bjarndýr á þeim sama vetri. Þess varð Jón vís- ari á einhvern hátt, að eitt dýr var eftir óunnið; var það foringi flokksins, mest fyrir sér og verst viður- eignar. Var það rauðkinni, en svo er sagt að rauð- kinnar hafi tólf manna vit (aðrir segja tólf kónga vit). Jón bóndi átti graðhest brúnan að lit, mikinn og fagran. Var hesturinn hafður í húsi og alinn á töðu og mat; fékk hann á hverju máli nytina úr beztu kúnni á bænum. Af þessu eldi varð hesturinn svo skapharður og hrekkjóttur, að enginn þorði að bera honum fóður. Var þá tekið það ráð, að fóðrið var lát- ið síga í íláti niður um húsgluggann. En áður en hesturinn gerðist svona baldinn, hafði Jón látið reka langa og hárbeitta broddskafla neðan í hófa hans. Nú er það einn morgun, að Jón bóndi kemur út snemma. Sér hann þá hvar bjarndýr kemur utan að, og jafnskjótt sem það sér manninn, tekur það að greiða rásina og fer hratt yfir. Bóndi hleypur þá til hesthússins, þar sem Brúnn er inni, og opnar hurð- ina; brýzt hesturinn út í skyndingu og er fasmikill; er það jafnsnemma að björninn kemur að húsinu og bóndi skýzt inn í húsið. Brúnn réðst þegar á björninn af mikilli grimmd, og var aðgangur þeirra bæði langur og harður. Færðist leikurinn hægt og hægt út frá bænum og allt út á eyri eina við Bóluá;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.