Gríma - 24.10.1932, Blaðsíða 38
36 FRÁ J6NI Á VAÐBREKKU
ur hinn mesti; sem dæmi upp á knáleika hans má
telja það, að hann lék sér að því að hlaupa uppi
stekkjarlömb, enda var hann annálaður um allt Aust-
urland fyrir þrek, fjör og snarræði. Hann var gildur
bóndi og gleðimaður hinn mesti. Góður þótti Jóni
sopinn, enda neitaði hann sér aldrei um að fá sér á
kútholuna, þegar ferð varð í kaupstað eða annað færi
gafst. Þegar hann var kenndur, varð honum oft
skrafdrjúgt um dulræn efni og sagði þá oft fyrir
ýmsa atburði, er síðar komu fram; kvaðst hann hafa
þá vitneskju frá álfkonu nokkurri, vinkonu sinni,
sem byggi í Þrándarstaðamel, en það er melhóll
skammt frá bænum á Vaðbrekku. — Einhverju sinni
sagði Jón frá því, hvernig hann komst í vingan við
álfkonu þessa. Þá var hann tólf ára gamall. Var það
rétt eftir fráfærur, að hann átti að gæta lamba, en
þau voru óspök og þurfti mikið að hlaupa í kring
um þau. Einu sinni var Jón að fara umhverfis
lambahópinn og gekk yfir grjótskriðu. Þá sá hann
eitthvað, sem glóði á í skriðunni, gekk þangað og tók
það upp; var það lítill steinn, ljós að lit og geislaði
af honum, líkast því sem ljós væri innan í honum og
aðeins þunn skel að utan. Tók hann steininn, stakk
honum í vettlingsþumal sinn og batt fyrir með
spotta; hugðist hann að gæta steinsins vel, svo ein-
kennilegur sem hann var. Um kvöldið var Jón svo
þreyttur, að hann gaf sér ekki tíma til að skoða
steininn nánar, heldur gekk til hvílu jafnskjótt sem
hann var laus við lömbin. Um nóttina dreymdi Jón,
að til hans kæmi kona; bað hún hann vinsamlega að
skila sér steininum, sem hann hefði fundið daginn
áður, því að hún kvaðst eiga hann. Jón tók því vel
og þóttist vísa henni á steininn í vettlingsþumlinum.