Gríma - 24.10.1932, Blaðsíða 31
FEÁ HVANNDALA-ÁRNA
29
mjög á. Ætlaði Árcri að lenda í vík þeirri, sem er
vestanvert við bæinn og er venjulegur lendingarstað-
ur, en þegar þangað kom, sá hann að alófært var orð-
ið þeim megin. Var þá ekki annars kostur en að leita
lendingar í annari vík, sem er austanvert við bæinn,
og sjaldan er lent í. Reri Árni tvíára fyrir nesið á
milli víkanna, og var það erfiður róður, því að hvasst
var orðið og sjór stóð á hlið bátsins. Lét hann Pál
ausa og herti mjög að honum að duga. Lentu þeir í
víkinni og var þar fyrir Guðrún, kona Árna, til að
hjálpa þeim, en ekki var fleira fólk á bænum. Um
leið og báturinn kenndi grunns, stökk Árni út, en
drengurinn sat aftur í skut. í sama vetfangi reið alda
mikil undir bátinn, hvolfdi honum og skolaði út
drengnum og fiskinum. Þegar Guðrún sá þetta,
hljóðaði hún upp og ætlaði að stökkva út í brimgarð-
inn, en þá greip Ámi í handlegg hennar og mælti:
»Bjargaðu þyrsklingnum, Gunna, en láttu strákinn
eiga sig!« Drukknaði drengurinnþar,endavarð engri
hjálp við komið. Dregur víkin nafn af honum síðan
og er kölluð Pálsvík.
4.
Bvítejrl.
(Eftir handriti Stefáns Jónssonar á Höskuldsstöðum í
Blönduhlíð 1908; sögn Stefáns Eiríkssonar bónda s. st.)
Fyrir langa-löngu bjó bóndi sá á Silfrastöðum í
Skagafirði, er Jón hét; hann var kallaður Jón höf-
uðsmaður. Hann var kjarkmaður hinn mesti og af-
bragðs skytta. — Einu sinni kom ákaflega harður