Gríma - 24.10.1932, Blaðsíða 28
26
FRÁ HVANNDALA-ÁRNA
sjávarbakkanum; sjást þar enn nokkur tóftarbrot
og vottar glöggt fyrir túninu. Á síðari öldum mun
jörðin stundum hafa verið í eyði, en oftar var þó bú-
ið þar. Var jörðin talin til Hvanneyrarhrepps og var
metin 10 hndr. að fornu. Þar er heyskapur nokkur
og kjarngóð beit, en afar örðugt um aðdrætti, því að
landleiðin á báða bóga er næstum því ófær, en lend-
ing mjög slæm og oft hættuleg, þar sem allt liggur
fyrir opnu hafi. — Á ofanverðri sextándu öld bjó í
Hvanndölum bóndi sá, er Tómas hét, faðir hinna
nafnkenndu Hvanndalabræðra Bjarna, Jóns og Ein-
ars. Árið 1580 fékk Guðbrandur Þorlákson Hólabisk-
up þá bræður til að leita Kolbeinseyjar og tókst þeim
það eftir miklar mannraunir. Var sú för lengi fræg.
— Hvanndalir fóru loks alveg í eyði nokkru eftir
miðja nítjándu öld.
I lok seytjándu aldar bjó í Hvanndölum bóndi, sem
Árni hét. Guðrún hét kona hans. Árni var karlmenni
að burðum, en blendinn í skapi og lét fátt fyrir
brjósti brenna; aflaði hann sér fanga með hverju því
móti, er hann gat. Á hans dögum ráku Danir hér
einokunarverzlun og var búðum jafnan lokað allan
veturinn. Átti Árni að sækja verzlun til Siglufjarðar,
en þegar honum varð einhvers vant í búi á veturna,
var hann vanur að ýta byttu sinni á flot, róa þangað
og stela úr búðinni eftir þörfum. Gerði hann þetta
jafnan á nóttum og fór svo laumulega að því, að ekki
komst upp, hver gert hafði. Þegar umsjónarmenn
tóku eftir því, að farið hafði verið í búðina og slol-
ið, tóku þeir það ráð að spenna dýraboga á þeim stað
í búðinni, þar sem þjófurinn hlaut að ganga um. Fór
svo, að Árni festi fótinn í boganum næsta skifti, sem
hann vildi bæta sér í búi. Varð honum erfitt um að