Gríma - 24.10.1932, Blaðsíða 28

Gríma - 24.10.1932, Blaðsíða 28
26 FRÁ HVANNDALA-ÁRNA sjávarbakkanum; sjást þar enn nokkur tóftarbrot og vottar glöggt fyrir túninu. Á síðari öldum mun jörðin stundum hafa verið í eyði, en oftar var þó bú- ið þar. Var jörðin talin til Hvanneyrarhrepps og var metin 10 hndr. að fornu. Þar er heyskapur nokkur og kjarngóð beit, en afar örðugt um aðdrætti, því að landleiðin á báða bóga er næstum því ófær, en lend- ing mjög slæm og oft hættuleg, þar sem allt liggur fyrir opnu hafi. — Á ofanverðri sextándu öld bjó í Hvanndölum bóndi sá, er Tómas hét, faðir hinna nafnkenndu Hvanndalabræðra Bjarna, Jóns og Ein- ars. Árið 1580 fékk Guðbrandur Þorlákson Hólabisk- up þá bræður til að leita Kolbeinseyjar og tókst þeim það eftir miklar mannraunir. Var sú för lengi fræg. — Hvanndalir fóru loks alveg í eyði nokkru eftir miðja nítjándu öld. I lok seytjándu aldar bjó í Hvanndölum bóndi, sem Árni hét. Guðrún hét kona hans. Árni var karlmenni að burðum, en blendinn í skapi og lét fátt fyrir brjósti brenna; aflaði hann sér fanga með hverju því móti, er hann gat. Á hans dögum ráku Danir hér einokunarverzlun og var búðum jafnan lokað allan veturinn. Átti Árni að sækja verzlun til Siglufjarðar, en þegar honum varð einhvers vant í búi á veturna, var hann vanur að ýta byttu sinni á flot, róa þangað og stela úr búðinni eftir þörfum. Gerði hann þetta jafnan á nóttum og fór svo laumulega að því, að ekki komst upp, hver gert hafði. Þegar umsjónarmenn tóku eftir því, að farið hafði verið í búðina og slol- ið, tóku þeir það ráð að spenna dýraboga á þeim stað í búðinni, þar sem þjófurinn hlaut að ganga um. Fór svo, að Árni festi fótinn í boganum næsta skifti, sem hann vildi bæta sér í búi. Varð honum erfitt um að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.