Gríma - 24.10.1932, Blaðsíða 48
46
SAGAN AF GRINDAVIKUR-ODDI
þeim. En er til lengdar lét, fór þá að langa til að
komast til siðaðra manna og bjuggust til ferðar.
Hafði konan sagt þeim, í hvaða átt þeir skyldu
halda; mundu þeir koma að mikilli á eftir átta daga
göngu; yfir hana yrðu þeir að komast og halda svo
niður með henni i þrjá daga; þá mundu þeir koma til
borgar, þar sem fyrir væru skip hvítra manna. Síðan
kvöddu þeir konuna með kærleikum og lögðu af stað.
Fór allt svo sem hún hafði fyrir sagt; komust þeir
yfir ána á ferju, er þeir fundu við bakkann og komu
svo eftir þriggja daga göngu til borgar einnar mik-
illar. Voru þar mörg skip í höfn og nokkur þeirra
frá Norðurálfu. Þeir félagar settust að í borg þess-
ari og tóku að stunda verzlun. Græddist þeim mikið
fé, svo þeir urðu á nokkrum árum vel fjáðir menn.
Skipstjóri kunni vel við sig í borg þessari, en á Odd
sótti svo mikil heimþrá, að hanti ákvað að lokum að
fara heim til íslands. Skiftu þeir skipstjóri og hann
fé sínu og kvöddust með kærleikum. »Á ég þér líf
að launa, síðan þú komst mér til hjálpar í sjóbar-
daganum síðasta«, mælti skipstjóri, »kann eg ekki að
launa þér þá hjálp nema með því einu að gefa þér
gott ráð. Af því að þú ert maður djarfur og skjót-
ráður, gæti hent þig slys, en þú skalt aldrei vega að
öðrum, hvernig sem á stendur, nema eftir nákvæma
íhugun. Mundu þessi orð mín, hvað sem fyrir þig
kann að bera«. Síðan steig Oddur á skip og sigldi til
Frakklands. Þaðan fór hanh til Kaupmannahafnar
og kom þangað síðla sumars, eftir það er öll fslands-
för voru löngu látin í haf. Varð Oddur því að vera
þar kyrr um veturinn.
Snemma vors tók hann sér far með Eyrarbakka-