Gríma - 24.10.1932, Blaðsíða 22
20 ÞÁTTUTt AF JÓHANNEÖI STERKA
dýpis, þá mundi brimið kasta honum flötum og hann
drukkna. Jóhannes lét þá samt ekki aftra sér, held-
ur óð þegar út í sjóinn og létti ekki fyrr en hann
náði bátnum, snaraði sér upp í hann og jós mesta
sjónum úr honum. Reri hann síðan til félaga sinna
og urðu þeir fegnari en frá verði sagt. — Svo djúpt
var á Jóhannesi, er hann óð fram, að stundum skall
yfir hann, og það sagði hann síðar þeim, er þetta
ritar, að í þetta skifti hefði hann komizt í mesta raun
á æfi sinni.
6. Jóhannes bjargar Sokka.
Þegar Jóhannes bjó á Dvergsstöðum, varð hann
eitt sinn samferða úr kaupstað séra Sigurgeiri
Jakobssyni, sem var prestur í Grundarþingum 1860
—82 og var að lokum dæmdur frá kjóli og kalli
vegna óreglu. Var prestur þá drukkinn mjög, svo
sem hans var siður í ferðalögum. Þetta var að vetri
til og Eyjafjarðará írosin, en ísarnir ótraustir. Riðu
þeir fram ísana og fór prestur hart yfir og ógæti-
lega; reið hann hesti þeim, er Grundar-Sokki var
kallaður, kunnur góðhestur um allt Norðurland. Var
hann talinn nærfellt jafnoki Hjartar, er átti Sigríð-
ur ólafsdóttir, kona Jóns Jóhannessonar í Hleiðar-
garði, en þann hest töldu menn þá beztan á Norður-
landi. Var Sokki afarmikill vexti og feitur vel. Bað
Jóhannes prest að fara varlega, því að ísinn væri
veikur og komið kvöld með náttmyrkri, en prestur
skeytti því engu. Þá bar svo við, er hann hleypti
Sokka á sprett, að ísinn brast og féll hesturinn í vök-
ina, en prestur kastaðist út á vakarbarminn. Þannig
var háttað, að ekki var djúpt vatn þar sem Sokki
stóð, en holt undir ísinn og hátt upp á skarimar, svo