Gríma - 24.10.1932, Blaðsíða 22

Gríma - 24.10.1932, Blaðsíða 22
20 ÞÁTTUTt AF JÓHANNEÖI STERKA dýpis, þá mundi brimið kasta honum flötum og hann drukkna. Jóhannes lét þá samt ekki aftra sér, held- ur óð þegar út í sjóinn og létti ekki fyrr en hann náði bátnum, snaraði sér upp í hann og jós mesta sjónum úr honum. Reri hann síðan til félaga sinna og urðu þeir fegnari en frá verði sagt. — Svo djúpt var á Jóhannesi, er hann óð fram, að stundum skall yfir hann, og það sagði hann síðar þeim, er þetta ritar, að í þetta skifti hefði hann komizt í mesta raun á æfi sinni. 6. Jóhannes bjargar Sokka. Þegar Jóhannes bjó á Dvergsstöðum, varð hann eitt sinn samferða úr kaupstað séra Sigurgeiri Jakobssyni, sem var prestur í Grundarþingum 1860 —82 og var að lokum dæmdur frá kjóli og kalli vegna óreglu. Var prestur þá drukkinn mjög, svo sem hans var siður í ferðalögum. Þetta var að vetri til og Eyjafjarðará írosin, en ísarnir ótraustir. Riðu þeir fram ísana og fór prestur hart yfir og ógæti- lega; reið hann hesti þeim, er Grundar-Sokki var kallaður, kunnur góðhestur um allt Norðurland. Var hann talinn nærfellt jafnoki Hjartar, er átti Sigríð- ur ólafsdóttir, kona Jóns Jóhannessonar í Hleiðar- garði, en þann hest töldu menn þá beztan á Norður- landi. Var Sokki afarmikill vexti og feitur vel. Bað Jóhannes prest að fara varlega, því að ísinn væri veikur og komið kvöld með náttmyrkri, en prestur skeytti því engu. Þá bar svo við, er hann hleypti Sokka á sprett, að ísinn brast og féll hesturinn í vök- ina, en prestur kastaðist út á vakarbarminn. Þannig var háttað, að ekki var djúpt vatn þar sem Sokki stóð, en holt undir ísinn og hátt upp á skarimar, svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.