Gríma - 24.10.1932, Blaðsíða 19
tATTUR AF JóHANNESI STERKA 17
þeim í móti honum og hugði að tefja för hans; var
það dólgur mikill, hár og digur. Sagði Jón svo frá
síðar, að þá hefði berserksgangur komið á Jóhannes;
þreif hann þegar í stað til Flandrans, hóf hann á
loft og þeytti honum frá sér; hrataði hann ofan um
gat eða op á þilfarinu, rak upp org mikið, en ekki
kom hann upp aftur. Varð nú harður aðgangur, því
að duggarar gripu hnífa og skálmar og sóttu að Jó-
hannesi; brauzt hann um fast, sló hnífinn úr hendi
eins þeirra, en greip duggarann sjálfan annari hendi,
veifaði honum sem ungbarni og lét hann hlífa sér;
fengu Flandrar mörg högg og stór, enda hörfuðu
þeir undan. Ruddist Jóhannes þangað sem Vigfús lá
og var hann þá því sem næst meðvitundarlaus; lét
Jóhannes Flandrann þá lausan, en greip Vigfús und-
ii' hönd sér og sneri til stigans. Ekki var honum eft-
irför veitt, enda hefði það ekki verið fýsilegt, í því
skapi sem hann var. Bar hann Vigfús niður í bátinn
og reru þeir félagar við það til lands. Hresstist Vig-
fús furðu fljótt eftir hrakninginn. En það er af
Flöndrum að segja, að þeir undu þegar upp segl og
létu til hafs. Höfðu menn engar fregnir af þeim síð-
an. — Vigfús bjó síðar lengi í Samkomugerði, eins
og áður er sagt, en Jóhannes á Stekkjarflötum í
sömu sveit. Voru þeir jafnan hinir mestu mátar og
mun Vigfús oft hafa rétt Jóhannesi hjálparhönd, því
að fátækur var hann alla æfi, en Vigfús drengur góð-
ur og allvel efnum búinn.
4. Frá Sigurði Hvammkotsgapa.
Sigurður hét maður, kallaður Hvammkots-gapi.
Hann var karlmenni mikið til burða, en ójafnaðar-
maður og illvígur viðskiftis. Var hann á ýmsum stöð-
Gríma VII.
2