Gríma - 24.10.1932, Blaðsíða 63
LJÚFLINGS-BJARNI
61
dvaldi stutta stund hjá þeim. Þess varð eg bráðlega
áskynja, að báðar systurnar elskuðu mig og vildu fá
mig að eiginmanni, því að báðar sóttust þær eftir að
njóta ástar minnar. Þótt báðar væru þær fagrar,
elskaði eg aðeins aðra þeirra, þá yngri, sem hörpuna
sló; hún hafði gagntekið svo hjarta mitt með söng
sínum, að eg mátti eigi af henni líta. Þetta varð þeim
systrum misklíðarefni, svo að þær deildu um mig á
degi sem nóttu; tók eg mér það mjög nærri, en fékk
ekki að gert. Svo fór að lokum, að til skarar skreið
með systrunum; fylltist sú eldri heift og reiði og
mælti af miklum móði :
Sé eg það systir,
sorg er fyrir höndum;
hryllir minn huga
við hermdarverkum.
Þó skaltu aldrei
auðnu bera
að njóta þess manns,
er mest eg unni.
Heit er mín ást
sem eldur logi,
en heitari skal heift min
til hefndar vera;
því skaltu dauð
á þessum degi,
áður sól er setzt
að sævi köldum.
Þá svaraði yngri systirin og mælti:
Brátt þótt búir mér
banaráð
og hafir heiftarorð,
er hrína fast,
skal eg gjalda grimmt
gremju þína