Gríma - 24.10.1932, Blaðsíða 80
78
HULDUFÉÐ ÚR NAUSTAVÍK
sex hrúta, sem hann átti áður. — Fjárkyn Gríms
dreifðist smátt og smátt út um allt land, svo að nú
sjást mislitar kindur í hverri sveit. Þó munu þær
vera einna flestar í Þingeyjarsýslu norðanverðri
enn í dag, í þeim sveitum, sem næstar eru Náttfara-
víkum.
25.
Nauthveli á Skjálfanda.
(Eftir handriti Baldvins Jónatanssonar).
Einhverntíma fyrir löngu síðan urðu Grímseying-
ar kýrlausir, og af því að þeim þótti það hið mesta
mein, tóku þeir sér ferð á hendur á stórum bát til
lands, í þeim erindum að kaupa kú. Gekk þeim er-
indið vel og héldu af stað heim á leið með kúna
bundna í bátnum. Þegar þeir komu út á miðjan
Skjálfanda, heyrðu þeir allt í einu ógurlegt öskur;
tók kýrin í bátnum þá að ókyrrast, baulaði og brauzt
um. En jafnskjótt sem kýrin fór að baula, jukust
öskrin fram úr öllu hófi, svo að mennirnir í bátnum
urðu gagnteknir af skelfingu. Leið eigi á löngu að
þeir sáu sjóskepnu eina voðalega koma vaðandi of-
ansjávar og stefna á bátinn. Ærðist þá kýrin og
brauzt um, svo að mennirnir sáu sér engan kost
vænni en að leysa hana; en jafnskjótt sem hún var
laus orðin; stökk hún út úr bátnum og synti á móti
sjóskepnunni, sem allir þóttust vita að mundi vera
nauthveli. Það sáu skipverjar, að þegar kýrin og
nauthvelið mættust, rak það upp ógurlegt öskur,
hóf sig upp úr sjó, skellti sér yfir kúna og gleypti
hana; síðan synti það til hafs með miklum bæxla-