Gríma - 24.10.1932, Blaðsíða 45
SAGAN AF GRINDAVÍKUE-ODDI
43
þilfarið og litaðist um. Var þar ófagurt umhorfs;
dauðir menn og sárir lágu alstaðar og blóðið rann í
lækjum eftir þilfarinu. Við framsiglu voru skipstjór-
ar báðir og sóttust í ákafa; stóðu þeir tveir einir
uppi af báðum skipshöfnum og voru báðir komnir að
niðurfalli af mæði. Greip Oddur þá í skyndi sverð
fallins víkings, óð að skipstjóra óvinaskipsins og hjó
hann banahögg. Síðan könnuðu þeir félagar valinn,
vörpuðu dauðum mönnum fyrir borð, en bundu sár
þeirra manna sinna, sem lífvæailegir voru. Að því
búnu steig Oddur niður í bát, reri til óvinaskipsins og
hafði þaðan með sér mikið fé í gulli, silfri og góðum
gripum. Þegar hann kom aftur yfir á víkingaskipið,
hafði skipstjóri þvegið þiljur og lagað segl og reiða,
sem aflaga höfðu farið í bardaganum. Höfðu þeir
Oddur og skipstjóri langa viðræðu um sinn hag, þar
sem þeir voru tveir einir á stóru skipi úti á regin-
hafi og höfðu eigi aðra skipshöfn en sex sára menn.
Var eigi um annað að gera en láta reka fyrir vindi og
veðri á meðan svo var komið hag þeirra, en þegar fé-
lagar þeirra voru grónir sára sinna, voru þeir komn-
ir í hafvillur og vissu ekki, hvar þeir voru staddir;
óttuðust þeir víkinga, svo liðfáir sem þeir voru og
voru kvíðnir fyrir afdrifum sínum. Loksins eftir
langa útivist bar þá að ókunnri ströndu; sigldu þeir
með henni nokkra daga og komu þá í höfn mikla;
var þar borg eigi all-lítil. Jafnskjótt sem þeir höfðu
varpað akkerum, dreif að þeim fjölda flatbotnaðra
báta, sem fullir voru af vopnuðum mönnum, dökkum
á húð og hörund; voru þeir háværir og hrópuðu í sí-
fellu. Ekki skildi Oddur mál þeirra, en skipstjóri
þóttist verða þess vísari, að leiða ætti þá fyrir kon-
ung. Ekki treystust víkingar til að veita neitt við-