Gríma - 24.10.1932, Blaðsíða 50
48 SKRÍMSLI HJA BÖGGVERSSTÖBUM
8.
Skrímsli bjá Böggversstöium.
(Eftir handriti Þorsteins Þorkelssonar frá Hvarfi).
Einhverju sinni bjó bóndi nokkur á Böggversstöð-
um; ekki er getið um nafn hans, en nefndarmaður
var hann og trésmiður góður. Bóndi var flesta daga
niður á Sandi, ýmist að höggva tré eða saga. — Það
var einu sinni litlu eftir veturnætur, að bóndi var
niður á Sandi sem oftar og var að ryðja rekatré mik-
ið með öxi sinni. Áliðið var dags og mjög skuggsýnt
orðið, en bóndi skeytti því litlu og hjó sem óðast
greinar og kvisti af trénu. Allt í einu heyrði hann
þrusk að baki sér og leit við; sá hann þá skrímsli
eða einhverja ókind, sem komin var fast að honum.
Hann sneri sér við hið skjótasta, reiddi upp öxina
og hjó í skrímslið af öllu afli, svo að axarfetinn sökk
allt upp að auga í skrokk þess. Kippti hann öxinni
úr sárinu aftur, en um leið spýttist blóðgusa úr því
upp á hönd og armlegg bónda. Skrímslið brá við
skjótt og snaraðist út í sjóinn, en bóndi tók þegar á
rás heim til bæjar. Þegar hann kom til baðstofu og
fór að afklæðast utanhafnarfötum sínum, kenndi
hann sviða á öðrum úlnlið og þegar að var gáð, var
þar ofurlítill bláleitur flekkur. Hafði úlnliður bónda
vöknað af blóði skrímslisins, því að vettlingarnir
námu eigi við hempuermarnar,svoað bert hörund var
á milli. Flekkur þessa stækkaði óðum, færðist yfir
hendina og því næst yfir allan líkamann; fylgdi
þessu sviðaverkur óþolandi og leiddi þetta bónda til
bana að fám dægrum liðnum. — Svo eitrað hafði
blóð þessa skrímslis verið.