Gríma - 24.10.1932, Blaðsíða 67
»HVERJUM ODDINUM ÞA, DROTTINN MINN« 65
var hinn bezti kvenkostur. Oddi fjósastrák lék for-
vitni á að vita, hvað biskup væri að erinda í kirkj-
unni á kvöldin. Klæddi hann sig þá í hvítan hjúp,
fór út í kirkjuna á undan biskupi og setti sig í stell-
ingar uppi á altarinu. Kom biskup að vörmu spori,
en tók ekki eftir strák, því að skuggsýnt var í kirkj-
unni. Kraup biskup við gráturnar og fór að biðjast
fyrir upphátt; meðal annars bað hann drottinn að
opinbera sér, hverjum hann ætti að gifta dóttur sína.
Þá svaraði strákur: »Honum Oddi«. Biskup leit upp
og sá hvítklædda veru uppi á altarinu; hélt hann að
þetta væri engill af himnum sendur, laut höfði í auð-
mýkt og mælti: »Hverjum Oddinum þá, drottinn
minn?« Þá svaraði strákur: »Þeim, sem kamrana
mokar og kaplana hirðir«. Skiftust þeir svo ekki
fleiri orðum.
Upp frá þessu fór biskup að dubba upp á fjósa-
strákinn. Var hann settur til mennta og reyndist
mjög námfús. Að loknu námi fékk hann biskupsdótt-
urinnar og var um leið vígður til bezta brauðsins í
stiftinu.
17.
Prestnrinn ot| iidmlimt fjölkunnngi.
(Þorsteinn M. Jónsson skrásetti eftir sögn Önnu Kristínar
Sigfúsdóttur 1901).
Einu sinni voru hjón á bæ. Var bóndi fjölkunnug-
ur talinn og brellinn, þegar því var að skifta. Dótt-
ur áttu þau gjafvaxta, fríða og gervilega. Prestsetr-
ið var skammt frá bæ bónda, og var presturinn ung-