Gríma - 24.10.1932, Blaðsíða 78
76
HULDUFÉÐ ÚR NAUSTAVÍK
svefns um kvöldið. Um nóttina dreymdi Grím, að
hann gengi inn alla fjöru suður frá Naustavík.
Heyrði hann þá kveðið í bjarginu fyrir ofan sig:
Leitaðu, Grímur,
gott er til sláturs;
sex eru dauðir
sílspikaðir
bekrar þínir
fyrir Bíld mínum;
lét eg minn veðra
vakurt renna
að sauðfé þínu
sóknai'harðan.
Þar fær þú lit,
sem líkar betur
og meira vit
en menn þekkja.
Við þetta vaknaði Grímur og klæddist skjótt. Gekk
hann inn eftir fjörum, allt að haugi Náttfara, sem
nam Náttfaravíkur; stendur haugurinn í fjörunni,
rétt fram við sjó. Þá heyrði Grímur, að kveðið var í
haugnum:
Harma þú ei, Grímur,
hrúta þína;
bæta mun þér skaðann
Bíldur hinn væni.
Það var álfakyn,
sem ól hann lengi;
þar er fjör og vit
fengið í einu.
Hélt Grímur leiðar sinnar og hafði ekki lengi geng-
ið, er hann fann hrúta sína dauða; lágu þeir allir í
einni kös og voru svo marðir og barðir, að ekki var
viðlit að hirða mötuna. f þessu bili tók Grímur eftir
hrút, svartbíldóttum, er kominn var í fé hans; var