Gríma - 24.10.1932, Blaðsíða 79

Gríma - 24.10.1932, Blaðsíða 79
HULDUFÉÐ ÚR NAUSTAVÍK 77 hrútur þessi óvenju-stór og fallegur á velli. Vildi Grímur hafa hönd á honum og skoða hann og eltist við hann lengi dags, en fékk aldrei handsamað hann, hverra bragða sem hann neytti. Daginn eftir fór á sömu leið. Grímur sá Bíld hjá fénu og tók eftir því að ær hans gáfu sig að honum, en hann gat með engu móti náð honum. Þriðja daginn tók Grímur með sér húskarla sína fjóra, og átti nú til skarar að skríða, en hvernig sem þeir eltust við Bíld, þá fór allt á eina leið; hann smaug alltaf úr höndum þeirra með einhverju móti. Eftir það lét Grímur Bíld afskiftalausan. Gekk hann í fénu allan vetur- inn, en um vorið hvarf hann og hefur aldrei sézt síðan. Þegar ær Gríms fóru að bera um vorið, brá svo undarlega við, að þær áttu allar mislit lömb. Það er i frásögur fært, að fram að þeim tíma hafi allt sauðfé hér á landi verið einlitt og að engar hafi for- ustukindur verið til áður. Rak því Grím í rogastanz, þegar hann sá öll þessi mislitu lömb og varð það fyrir að gefa nöfn öllum þessum litarbrigðum, sem áður höfðu ekki þekkzt. Kallaði hann féð höttótt, bíldótt, hálsótt, krúnótt, kápótt, goltótt, botnótt, mögótt, leistótt, flekkótt, rílótt eða skræpótt, eftir því sem litum var skift á kindinni. Þetta mislita fé Gríms reyndist vel; það var harðgert og þó stórt og feitlagið, heldur í styggara lagi, en hagtamt og svo ratvíst, að menn áttu slíku ekki að venjast; var það því síðar kallað forustufé. Sóttu menn mjög eftir að fá kindur frá Grimi til kynbóta og auðgað- ist hann vel á þeirri sölu, svo að hann sagði oft síð- an, að það hefði verið sitt mesta happakaup, þegar hann fékk Bíld lánaðan yfir eina brundtíð fyrir þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.