Gríma - 24.10.1932, Blaðsíða 39

Gríma - 24.10.1932, Blaðsíða 39
FRÁ JðNI Á VAÐBREKKU 37 Morguninn eftir mundi hann glöggt draum þenna og gætti að, hvort steinninn væri kyrr, en hann var þá horfinn. Þóttist hann þá vita, að konan mundi hafa hirt hann. Þetta varð upphaf að vináttu Jóns og álf- konunnar, og hélzt hún á meðan þau lifðu bæði. Jón átti sex dætur, sem allar urðu merkiskonur. Hann sagði, að allar mundu þær ná hárri elli, mundi ekki verða langt á milli þeirra, en sú yngsta mundi deyja fyrst. Þessi forspá rættist nákvæmlega. — Ein af dætrum Jóns hét Elísabet og bjó á Vaðbrekku eftir föður sinn; var hún skýrleiks- og myndar-kona og talin skyggn. Þegar hún var um tvítugt, hafði faðir hennar sagt, að piltur, sem Oddur hét og ólst upp á Brú, næsta bæ við Vaðbrekku, mundi verða síðari maður hennar, en fyrri maður hennar væri úti á Héraði. Kona Jóns tók þessu fjarri og þótti þetta ekki ná nokkurri átt, því að Oddur var miklu yngri en Elísabet. Jón hélt sínu fram eftir sem áður, enda fór svo sem hann sagði. Um þetta leyti bjó á Aðalbóli Jón Pétursson, ætt- aður frá Hákonarstöðum á Jökuldal. Kona hans var Guðrún Eiríksdóttir og önnu Guðmundsdóttur á Að- albóli. — Þegar þau Jón og Guðrún gengu í hjóna- band, höfðu þau boð mikið. Þótti veizlugestum brúð- hjónin hin álitlegustu og fyrir allra hluta sakir líkleg til gæfu og gengis. Þegar talað var um þetta við Jón á Vaðbrekku, kvað hann það satt vera, en samt mundu þau ekki lengi njótast, því að Jón yrði skammlífur; Guðrún mundi giftast aftur, en eiga erfiða daga í því hjónabandi. — Jón á Aðalbóli lifði fá ár eftir þetta, en Guðrún giftist aftur Árna Jóns- syni frá Möðrudal á Fjöllum; þótti samkomulag þeirra hjóna miður gott.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.