Gríma - 24.10.1932, Blaðsíða 39
FRÁ JðNI Á VAÐBREKKU
37
Morguninn eftir mundi hann glöggt draum þenna og
gætti að, hvort steinninn væri kyrr, en hann var þá
horfinn. Þóttist hann þá vita, að konan mundi hafa
hirt hann. Þetta varð upphaf að vináttu Jóns og álf-
konunnar, og hélzt hún á meðan þau lifðu bæði.
Jón átti sex dætur, sem allar urðu merkiskonur.
Hann sagði, að allar mundu þær ná hárri elli, mundi
ekki verða langt á milli þeirra, en sú yngsta mundi
deyja fyrst. Þessi forspá rættist nákvæmlega. — Ein
af dætrum Jóns hét Elísabet og bjó á Vaðbrekku
eftir föður sinn; var hún skýrleiks- og myndar-kona
og talin skyggn. Þegar hún var um tvítugt, hafði
faðir hennar sagt, að piltur, sem Oddur hét og ólst
upp á Brú, næsta bæ við Vaðbrekku, mundi verða
síðari maður hennar, en fyrri maður hennar væri úti
á Héraði. Kona Jóns tók þessu fjarri og þótti þetta
ekki ná nokkurri átt, því að Oddur var miklu yngri
en Elísabet. Jón hélt sínu fram eftir sem áður, enda
fór svo sem hann sagði.
Um þetta leyti bjó á Aðalbóli Jón Pétursson, ætt-
aður frá Hákonarstöðum á Jökuldal. Kona hans var
Guðrún Eiríksdóttir og önnu Guðmundsdóttur á Að-
albóli. — Þegar þau Jón og Guðrún gengu í hjóna-
band, höfðu þau boð mikið. Þótti veizlugestum brúð-
hjónin hin álitlegustu og fyrir allra hluta sakir líkleg
til gæfu og gengis. Þegar talað var um þetta við Jón
á Vaðbrekku, kvað hann það satt vera, en samt
mundu þau ekki lengi njótast, því að Jón yrði
skammlífur; Guðrún mundi giftast aftur, en eiga
erfiða daga í því hjónabandi. — Jón á Aðalbóli lifði
fá ár eftir þetta, en Guðrún giftist aftur Árna Jóns-
syni frá Möðrudal á Fjöllum; þótti samkomulag
þeirra hjóna miður gott.