Gríma - 24.10.1932, Blaðsíða 58

Gríma - 24.10.1932, Blaðsíða 58
56 JÓN A SKJÖLDÓLFSSTÖÐUM OG HULDUKONAN mjólkað og um leið hellti eg í könnu álfkonunnar og lét hana á sinn stað; æfinlega var kannan horfin á morgnana, en komin aftur á kvöldin. Með þessum hætti gat eg látið mjólkina af hendi, án þess að nokk- ur vissi. Að hálfum mánuði liðnum dreymdi mig álf- konuna; kom hún til mín og þakkaði mér kærlega fyrir mjólkina; sagði hún, að eg skyldi eiga það, sem eg fyndi á þeim stað, þar sem mjólkin hefði staðið; mundi eg einhverntíma þurfa á því að halda. Þegar eg kom i tóftina um morguninn, fann eg á vegglægj- unni hvítan léreftspoka með einhverju hörðu innan í. Eg tók pokann, læsti hann niður í kistu og skoð- aði ekki í hann, fyrr en eg var búinn að hirða fé mitt um daginn. í pokanum var silfurstokkabelti við faldbúning. Þegar eg skoðaði beltið, þótti mér huldu- konan ekki hafa verið nærgætin, því að þá ætlaði eg mér ekki að kvænast aftur. Þó varð það fáum árum síðar að eg kvæntist og þá gaf eg konu minni beltið, svo að þegar til kom reyndist huldukonan furðanlega sannspá. — Er nú saga mín á enda. Guðrún hét seinni kona Jóns. Hún átti beltið til æfiloka, en eftir hennar dag komst það í eigu vanda- lausra og var enginn sómi sýndur; munu þá stokk- arnir og skildirnir hafa verið bræddir upp. Voru þeir efnismiklir, en ekki mjög fagurlega smíðaðir. Aldraður kvenmaður, Aðalbjörg að nafni, ættuð úr Þingeyjarþingi, sagði sögu þessa nálægt 1860. Kvaðst hún hafa verið unglingur, er hún heyrði Jón á Skjöldólfsstöðum segja hana. Hefur hér verið reynt að rita söguna sem næst því, sem Aðalbjörgu sagðist frá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.