Gríma - 24.10.1932, Blaðsíða 58
56 JÓN A SKJÖLDÓLFSSTÖÐUM OG HULDUKONAN
mjólkað og um leið hellti eg í könnu álfkonunnar og
lét hana á sinn stað; æfinlega var kannan horfin á
morgnana, en komin aftur á kvöldin. Með þessum
hætti gat eg látið mjólkina af hendi, án þess að nokk-
ur vissi. Að hálfum mánuði liðnum dreymdi mig álf-
konuna; kom hún til mín og þakkaði mér kærlega
fyrir mjólkina; sagði hún, að eg skyldi eiga það, sem
eg fyndi á þeim stað, þar sem mjólkin hefði staðið;
mundi eg einhverntíma þurfa á því að halda. Þegar
eg kom i tóftina um morguninn, fann eg á vegglægj-
unni hvítan léreftspoka með einhverju hörðu innan
í. Eg tók pokann, læsti hann niður í kistu og skoð-
aði ekki í hann, fyrr en eg var búinn að hirða fé
mitt um daginn. í pokanum var silfurstokkabelti við
faldbúning. Þegar eg skoðaði beltið, þótti mér huldu-
konan ekki hafa verið nærgætin, því að þá ætlaði eg
mér ekki að kvænast aftur. Þó varð það fáum árum
síðar að eg kvæntist og þá gaf eg konu minni beltið,
svo að þegar til kom reyndist huldukonan furðanlega
sannspá. — Er nú saga mín á enda.
Guðrún hét seinni kona Jóns. Hún átti beltið til
æfiloka, en eftir hennar dag komst það í eigu vanda-
lausra og var enginn sómi sýndur; munu þá stokk-
arnir og skildirnir hafa verið bræddir upp. Voru þeir
efnismiklir, en ekki mjög fagurlega smíðaðir.
Aldraður kvenmaður, Aðalbjörg að nafni, ættuð
úr Þingeyjarþingi, sagði sögu þessa nálægt 1860.
Kvaðst hún hafa verið unglingur, er hún heyrði Jón
á Skjöldólfsstöðum segja hana. Hefur hér verið
reynt að rita söguna sem næst því, sem Aðalbjörgu
sagðist frá.