Gríma - 24.10.1932, Blaðsíða 21
ÞÁTTUR AF JÓHANNESI STERKA
19
og snautaði hann burtu við svo búið. Þegar vermenn
sáu þetta, þótti þeim illa tiltakast, kölluðu Sigurð á
sinn fund, gáfu honum enn í staupinu og eggjuðu
hann ákaft. Æstist Sigurður að nýju og óð aftur að
Jóhannesi, sem þá var að bera upp aflann. Þegar
þeir mættust, stjakaði Jóhannes við Sigurði með
annari hendi, svo að hann hrataði við; bað Jóhann-
es mannfýlu þá ekki flækjast fyrir fótum sér. Mun
Sigurði hafa þótt Jóhannes nokkuð þunghenntur og
lítt árennilegur, því að frá sneri hann í annað sinn
og sagði vermönnum, að við mannfjanda þenna
fengist hann ekki, hvað sem í boði væri. Að svo
mæltu hypjaði Sigurður sig í burtu og hittust þeir
Jóhannes aldrei síðan.
5. Eggjaleit i Hvanndalabjargi.
Eitt sinn er Jóhannes var við róðra út með Eyja-
firði, lagði bátur hans línu fram undan Hvanndala-
bjargi. Á meðan línan lá, kom þeim félögum saman
um að róa upp undir bjargið og leita eggja; gerðu
þeir svo og brýndu bátnum upp í fjöruna, því að
veður var gott og sjór sléttur. Gengu þeir all-langt
frá bátnum, en þegar þeir komu aftur, brá þeim í
brún, því að þá var hann farinn. Meðan þeir leituðu
eggjanna, hafði hvesst nokkuð og sjór tekið að ýf-
ast. Sáu þeir bátinn, hálffullan af sjó, við stein einn
mikinn skammt frá landi; vissu þeir félagar engin
ráð til að ná honum. Bjargið er ókleift á þeim stöðv-
um, fjaran örmjó og enginn þeirra kunni sund;
stóðu þeir þar skelkaðir og ráðþrota. Þá sagði Jó-
hannes, aðv freista mundi hann að vaða út að bátn-
um, en hinir töldu það óðs manns æði og með öllu
ófært. Sögðu þeir, að þótt vætt kynni að vera vegna
2*